Hvað er að gerast:

miðvikudagur, desember 13, 2006

það vaxa bláber á húsinu mínu


... og þau eru risastór! rugl töff* að það sé gríðarinnar bláberjalyng** utan á blokk. ég held að þetta sé evrópskt sósíalistalyng - berin eru fyrir alla en þau letja mann til vinnu og eru því eitruð.




þynnkan í dag er afrakstur prófloka og er þess valdandi að mér langar í feitan kebab og ódýra klippingu - af hverju bý ég ekki á Nörrebro. ætli fjallið verði ekki að koma til Múhammeðs***.


allir meðlimir Kaupmannahafnardeildar Orators hafa lokið prófum í dag og af því tilefni ætlum við í ekta danskt hlaðborð á víetnömskum veitingastað. Ásgeir Reykfjörð hefur verið gerður að heiðursfélaga og mun vígsluathöfnin fara fram í DIB**** í kvöld.


Gúglemail býður manni að skoða viðhengi sem html. kemur stundum skemmtilega út:




Svoviðóskumeftirsvarisemfyrst,hafiðþiðáhugaáaðhaldajólaballoghvorndaginn?



ES. prófið í gær gekk bara alltílagi, nía var svarið en ég veit ekki hver spurningin var. eftir prófið var ég allt að því sakaður um að hafa ekki vitað að reglugerðin í Sigurjónsson v. Iceland hafði ekki lagastoð. "HALLÓ veistu ekki hver ég er? ég FANN UPP Framadóminn!" sagði ég við sjálfan mig þegar ég hjólaði heim að prófi loknu.
en þetta er búið, aldrei nokkurntíman***** fleiri próf - héðan í frá verð ég eingöngu fræðimaður.



* það mun vera í tísku að nota orðið
rugl til að lýsa því yfir að eitthvað sé mjög - skv. Írisi, sem fylgist rugl vel með.

**
(lyng/ling? komið af löngun, langt eða Ling il Chong?) Google sagði lyng, með epsiloni. umræddar plöntur eru samt meira í áttina að trjám.

*** If the mountain won't go to Muhammad ...:
This expression is based on a tale that Muhammad once sought proof of his teachings by ordering a mountain to come to him. When it did not move, he maintained that God had been merciful, for if it had indeed moved they all would have been crushed by it. - Wikipedia




**** um er að ræða skammstöfun.

***** í bili

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll, KALL! - og til hamingju með prófin!

Hér er staðan reyndar bara 3/7 - en gengur hægt og sígandi með hefðbundri slyddu, lægð og vaxandi deyfð. Maður vonast bara til að það stytti upp og maður eigi sína lucida intervalla í prófinu. Þess á milli er skvett og skolað með kaffi og tóbaki.

Hef ekki séð jafn raunsanna lýsingu á sósíalismanum í háa herrans tíð! Held svei mér þá - eftir allt saman - að þú ættir að gerast fræðimaður!

kípöpðegúdvörk!

h.

Nafnlaus sagði...

Eitthvað fór framhjá mér vígslan :)

En ég lít svo á að þú hafir umboð til að útnefna mig.

Heyið í matnum var of mikið. Annað var splendid. Verð í drykk í kvöld. Sláðu á mig.

Geiri Reyk

Nafnlaus sagði...

Elsku besti Halli minn, hjartanlega til hamingju með að vera búinn með þín síðustu próf. Við hér á Eggertsgötunni samgleðjumst innilega. Pældu í því að ég á enn eftir 10 próf!!!