Hvað er að gerast:

fimmtudagur, desember 21, 2006

ekta elefant

fyndin auglýsing frá VR þar sem Eirik Sördal fer með leiksigur í hlutverki áhyggjufulla unnustans.

***

í dag var túrhestast meira - en fyrst gáfum við svönunum við Söen. þurftum reyndar að játa okkur sigruð fyrir mávageri sem gerði atlögu að maísbrauðinu sem ég hélt á. Gísli Marteinn, ef þú lest þetta þá mættirðu kíkja hingað með haglarann.

fórum leið hanans úr bók Guðlaugs Arasonar - "Kaupmannahöfn, ekki bara strikið" - bókin fæst m.a. í Magasin fyrir þá sem vilja.
  • Borgardómur - með lögum skal land byggja,
  • latínuhverfið - þar sem við íslendingarnir gengum menntaveginn liðna mánuði,
  • Strikið - þar sem við sáum 2 indverska fíla (sjá myndir), kom svosem ekkert á óvart,
  • Skítastræti sem nú heitir Krystalstræti því þar rennur ekki lengur saur um göturennurnar,
  • Nörregade, þar sem bakarinn bjó og bakaði kringler og julekage,
  • Háskólabókasafnið í Den Indre By, þar sem enn eru geymdar lögfræði- og hagfræðiskruddur (sjá mynd) - las þar örlítið í vetur en mun væntanlega festa rætur á einu borðanna á næstu önn.
  • Ísraelsplads, þar sem var grænmetismarkaður þar til "Pakistanar og Tyrkir yfirtóku grænmetissöluna með öllum sínum sváverslunum" svo vitnað sé í Guðlaug. þarna var reyndar enn grænmetis- og ávaxtamarkaður þannig að hryðjuverkamennirnir hafa ekki sigrað enn,
  • Sænska hverfið sem var álíka skemmtilegt og Svíþjóð - þar sáum við m.a. stærsta hólinn í Austurbrú (sjá dökka mynd)






"If you see someone without a smile, give them one of yours." 

Engin ummæli: