Hvað er að gerast:

miðvikudagur, janúar 23, 2008

fermetraverðið í dk

fermetraverðið í Köbmannahöfn hefur lækkað um rúm 15% eins og jp.dk segir frá í dag.

í íslenskum krónum á genginu í dag hefur meðalfermetraverðið farið úr 416 þúsundum í 351 þúsund - enda var 416 þúsund að meðaltali bara geðveiki.

Her er lejlighedspriserne faldet mest det seneste år:


Kommune

Gns. m2-pris 4. kvartal 2006

Gns. m2-pris 4. kvartal 2007

Udvikling

1

Lyngby-Taarbæk

31.018

24.748

-20,21 pct.

2

Herlev

27.641

22.448

-18,79 pct.

3

Gladsaxe

27.526

23.054

-16,25 pct.

4

Fredensborg

19.708

16.658

-15,48 pct.

5

Københavns

31.758

26.857

-15,43 pct.

6

Hvidovre

24.648

20.915

-15,15 pct.

7

Rødovre

25.343

21.596

-14,79 pct.

8

Tårnby

28.965

24.726

-14,63 pct.

9

Frederikshavn

16.416

14.220

-13,38 pct.

10

Frederiksberg

33.624

29.216

-13,11 pct.

11

Århus

26.449

23.432

-11,41 pct.

Kilde: Danmarks Statistik

íbúðin sem við Lilja leigðum við Holsteinsgötu í Austurbú frá sept. 2006 til júní 2007 var einmitt til sölu á meðan við bjuggum þar. ég verð að viðurkenna að hefði ég átt pening, hefði ég alveg getað hugsað mér að kaupa, en aðallega vegna þess að til umræðu var að búa til gerviströnd við Nordhavn - þetta hefði orðið að prýðis sumarleyfisíbúð.

íbúðin, sem er vel staðsett, er 56 m2 að stærð og sett var á hana um 1,6 danskar kúlur - fermetraverðið var því um 28 þúsund danskar. þar slapp maður ágætlega fyrir horn.

íbúðir í Lyngby (Mosfellsbæ Kaupmannahafnar), þar sem íslendingahásólinn DTU er staðsettur, hafa fallið mest - enda ekki beinlínis skemmtilegasti staðurinn til að búa á miðað við það litla sem ég kynntist honum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.