Hvað er að gerast:

sunnudagur, janúar 20, 2008

heimildarmynd um ævafornan risavöxt

fín bresk heimildarmynd "um lífið á jörðinni fyrir komu risaeðlanna", þar sem gefur að líta 2 m margfætlur, drekaflugur með vænghaf á borð við erni og köngulær sem hefðu borðað ketti, hefðu þeir verið á matseðlinum.

ég lærði það m.a. að þeim mun meira súrefni sem við dælum út í umhverfið með trjám, þeim mun stærri verða skordýr - að því gefnu að maður trúi á þetta "fucking Darwin búllshit", eins og gamli herbergisfélagi minn Amin tók til orða (hann var langt kominn í læknisfræði, snillingurinn).Út að labba með skrímslin (Walking with monsters), 90 mín. BBC-sería á Gúglvídeo:
partur eitt og tvö og þrjú.

mér sýnast þættirnir Út að labba með risaeðlunum, vera framhald af skrímslaþáttunum, sjá hér á Jútúb.

Engin ummæli: