kristileg kynhegðun
samkvæmt þessari rannsókn [Berlingske] stunda sænsk ungmenni í auknum mæli kynlíf með einstaklingum sem þau kynnast, sama kvöld.
37% 16-17 ára stúlkna játa á sig slíka hegðun í rannsókninni, samanborið við 21% ári áður og hjá drengjum fer hlutfallið úr 23% í 35%.
að sögn Vivecu Urwitz hjá enheden for hivprævention i Socialstyrelsen í Svíþjóð kallar þetta á aukna kynfræðslu og betri einstaklingsbundna ráðgjöf.
mér sýnist kynfræðslan vera að bera mjög góðan árangur í Svíþjóð, samkvæmt þessu - a.m.k. fylgir ekki fréttinni að þetta unga fólk sé að leika sér án þess að nota réttar forvarnir.
að mínu mati getur kynfræðsla leitt til þess að fólk viti betur hvað felst í kynlífi, fólk verður sjálfsöruggara og nýtur þess jafnvel betur.
smokkanotkun er síðan forsenda þess að stunda "skyndi"kynlíf af þessu tagi.
það er helst að menn geti haft áhyggjur af hnignun trúarlegra gilda - þetta er greinilega mál fyrir Óla Tynes, en hann er sérstakur áhugamaður um kynlífshegðun skandinava, kynlíf utan hjónabands, afbrigðilegheit í ástarlífinu og kynþokka almennt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli