Hvað er að gerast:

fimmtudagur, janúar 10, 2008

kónginum vantar!


ég er að drusla mér í gegnum 90 bls. word-skjal, hið fyrsta af þremur af þremur sem frændi minn sendi ættingjum sínum um Elínu ljósmóður langömmu og Þórð múrarameistara langafa.

ég er búinn að flýtilesa niður að bls. 68, og þetta er mest um eitthvert svart-hvítt sveitafólk sem ég finn enga tengingu við eða áhuga á.

ég er kominn að "Mynd 98 - Síldarnámskeið á Ísafirði", hún er frábær.

þetta verður örugglega skemmtilegt þegar ég er orðinn 142 ára, en fyrir óþrítugan er þetta alveg bleh (geisladiskur með þessum hafsjó af upplýsingum var búinn til eftir að upp komst að "barnabarn Elínar vissi ekki hver Elín ljósmóðir var").

jú, það er auðvitað ein og ein frásögn sem stökkva manni bros:

Mamma [ömmubróður míns] talaði um að kóngsi hafi komið 1907 og alltaf þegar hún var að strauja söng hún gamanvísu sem ort hafði verið við komu hans til Seyðisfjarðar. Ég man bara við­lagið, það var svona „Kónginum vantar, kónginum vantar, kónginum vantar kopp“.

Engin ummæli: