Hvað er að gerast:

sunnudagur, janúar 27, 2008

líkamsrækt að nafninu til

nú eru bráðum 10 ár síðan ég hætti að æfa fótbolta með Víking, 6 ár síðan ég hætti í framhaldsskólaleikfimi, 3 ár síðan ég og hundurinn fórum síðast út að hlaupa og 1 ár frá því ég fór að taka eftir smávegis aukaþyngd um mig miðjan.
á þessum tímamótum liggur fyrir manni að velja líkamsræktarstöð til þess að kaupa árskort hjá, stunda í mánuð eða svo og hætta svo fljótlega að hafa tíma til þess að fara í ræktina.

í nágrenni við mig eru tvær Nautilus stöðvar, í Sundlaug Kópavogs og í sundlauginni Versölum í Salahverfi - árskort hjá þeim kostar þessa dagana 28 þúsund kall.

í Kórahverfi er nýopnuð heilsuræktarstöðin H10, en hún er því miður aðeins úr leið, alveg lengst upp á Vatnsenda.Sporthúsið er á Breiðablikssvæðinu, það fer misjöfnum sögum af því, en mér hefur sýnst það vera alveg ágætt - ég þarf að gera það upp við mig hvort það sé 45 þúsund króna virði að svitna þar.

11. febrúar opnar svo World Class nýja stöð á 15. hæði í Smárastórhýsinu, það er eiginlega næst mér ef frá er talin dekurstöðin MeccaSpa á Nýbýlavegi (79 þúsund fyrir að láta stjana við sig þar).

World Class er 'the place to be' skilst mér.

á dögunum fór ég í vettvangsferð í WC Laugum - þeir bjóða ekki upp á prufutíma og því lét ég mér nægja að kíkja inn í sal úr kaffiteríunni.
mér er alls ekki illa við að vera eins og maur í risasal eins og þar var, en lyktin sem var alltumlykjandi bæði í afgreiðslunni og kaffistofunni var hreinn viðbjóður, ég er ekki frá því að ég finni hana enn þegar ég loka nefinu.

þegar á allt er litið sé ég hreinlega ekki hvað maður fær aukalega fyrir þennan 55 þúsund kall sem kostar að vera óvirkur meðlimur í WC, er þessi augnskanni svona æðislegur? annars sýnist mér verðið á WC-kortum hafa komist næst því að vera mér boðlegt fyrir sex árum síðan, sjá verðþróun í WC:
World Class rukkar mann um 1500 krónur fyrir að prófa pleisið, og þar með eru þeir búnir að stimpla sig úr leik hjá mér - það er prinsippmál að láta ekki gera sig svona að fífli, og skiptir þá engu hversu hipp og svalur staðurinn er.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessaður...mér finnst Nautilus í salalaug miklu smekklegri staður og sundlaugin er líka mun betri.