fréttir úr Kópavogi
það er skítsæmilegt að búa í Kópavogi.
skv. fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 lækka leikskólagjöld um 15% úr 2100 krónum í 1788 krónur á klst. og vatnsskatturinn lækkar um 10%, úr 0,13% af heildarfasteignamati í 0,117%, þökk sé Vatnsveitu Kópavogs og nýja vatnsbólinu (verst með trén sem þurfti að farga í Heiðmörkinni)
leiðinlegast í áætluninni eru fréttir um að sorphirðugjald hækki úr 11.600 í 14.000 krónur á tunnu. en sorphirðumenn verða að hafa efni á plasmasjónvörpum, píramýdasvindlum og utanlandsferðum eins og allir aðrir.
fólk sem lætur bjóða sér að borga tæpar 4 þúsund krónur fyrir skitna herraklippingu getur ekki kvartað yfir þessu, vonandi fær þetta einhvern til þess að endurvinna meiri pappír.(þegar ég hugsa til þess, verð ég mjög svekktur út í millistéttarhugsunargang og menntasnobb í íslenskum klippurum. í Tékklandi kostaði fancy klipping 250 Kc (um 750 íkr.), í fínu hverfi í Köben kostaði hvít (ss. ekki araba-) klipping 150 dkr. (næstum 2000 íkr.) og í Lúxemborg, þessari hástéttarsnobb borg, borgaði ég 29 evrur fyrir klippingu í miðbænum (um 2600 íkr.), þrátt fyrir að geta tekið 2 tíma lest til Trier fyrir 8 evrur og fengið þar klippíklipp á 13 €!)
mér líst líka drulluvel á 20 hæða turninn hans Jákubs Jacobsens á Smáratorgi.
í gær fékk ég spark í rassinn í heilsumálum og það er aldrei að vita nema ég kaupi mér kort í WorldClass stöðina sem opna á 2. febrúar á 15. hæðinni, en hún "verður 700fm að stærð með fullkomnustu tækjasal."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli