Hvað er að gerast:

mánudagur, janúar 28, 2008

geðhvörf sængurkvenna

á Vísindavefnum var í gær svarað spurningu um fæðingarþunglyndi.

í svarinu er greint á milli þrenns konar fæðingarraskana og sagt frá helstu einkennum þeirra:

i) Sængurkvennagrátur - óútreiknanlegar skapsveiflur, önuglyndi, grátköst, almennur kvíði og truflanir á svefni og matarlyst.

ii) Fæðingarþunglyndi - áhugaleysi, þreyta og sektarkennd.

iii) Fæðingarsturlun - eirðarleysi, önuglyndi og svefntruflanir.ég spyr nú bara hver hefur ekki verið fæðingarsturlaður?

Engin ummæli: