Hvað er að gerast:

fimmtudagur, janúar 31, 2008

"Afi minn át hann Rauð ..."

Matstofa Kópavogs sér um matseldina á mínum vinnustað.

það er í sjálfur sér ekkert svo slæmt, þótt ég hafi oftar fengið mér skinkusamloku þar heldur en matinn sem borinn er fram.

nema hvað að það er hrossakjöt í matinn í dag, annan fimmtudaginn í röð (síðast var folalda'snilli').

það er í sjálfu sér ekkert svo slæmt, þótt það hljóti að teljast aðför að þeim kristnu gildum sem þjóðfélagið byggir á að borða svona kasmagn af hrossum.

nema hvað það er alltof kalt til þess að sækja mat út fyrir vinnustaðinn, og ég er kominn með þvílíka leið á skinkusamlokum.

fleiri myndir af hestum á akranes.is

reyndar á ég banana - sem minnir mig á þessa auglýsingu sem ég fékk senda um daginn frá einhverju vinalegu fyrirtæki út í heimi, það er greinilega jafn auðvelt að stækka á sér typpið eins og að gleypa kas stórann banana:

þriðjudagur, janúar 29, 2008

líkamsræktarstöðin Kuggur


í dag fór ég í prufutíma í Kuggi (Nautilus) - og ég get svo sem ekki kvartað.

miðaldra konan í afgreiðslunni í Sundlaug Kópavogs var reyndar ekkert vingjarnleg, þótt ég hafi brosað mínu krúttlegasta og látið vel í ljós hversu áttavilltur og grunlaus ég var um húsakynnin og það sem ég var að fara út í.

karlaklefann fann ég nokkuð auðveldlega niðri í kjallara, enda húsakynnin ekki mjög stór. klefinn er þröngur og alveg við hliðina á sturtunum þar sem miðaldra karlar földu sprellann á sér með varadekkinu.

búningsaðstaðan var svolítið eins og afgreiðslukonan, fín til síns brúks og látlaus, gleðivana en lífseig og ekkert bráðnauðsynlegt að skipta út fyrir eitthvað flottara.í æfingasalnum, sem e.t.v. nær 100 fm, var nokkuð um manninn en þó engin bið eftir tækjum. salurinn er í kjallara og sjónvörp fyrir framan 'upphitunartækin' svokölluðu.

á móti mér tók vinalegur starfsmaður sem útbjó staðlað æfingaprógramm með 9 tækjum - kenndi mér á þau og skráði fyrir mig hvaða stærðir og þyngdir væru góðar fyrir mig að byrja á.

þetta tók fljótt af en skildi mig eftir vel móðann og áreyndann. þá var ekki annað eftir en að fara í sturtu þar sem ég reyndi að nota aukakílóin til að fela sprellann fyrir þeim sem voru að skipta um föt við hliðina.

ég er kannski spéhræddur...

þegar á heildina er litið fannst mér aðstaðan vera eins og í lítilli sundlaug úti á landi - og fólkið líka. enda er skólasundkrökkunum og heitapottsliðinu att saman við þá sem nota líkamsræktina í skiptiaðstöðunni, allir í mikilli nánd við hvern annan, í aðstöðu sem verður að teljast hrörleg en þó boðleg.

ég fékk ekki á tilfinninguna að neinn vildi vera þarna - svolítið eins og í skólasundi í gamla daga.

ég komst ekki í mjög mikla stemmningu yfir staðnum, en var þó alls ekki ósáttur við neitt eitt - heldur ekkert über-sáttur við neitt, en gæjinn sem sýndi mér á tækin var nettur á því.
þá er bara spurning hvort maður eigi að asnast til þess að kaupa vikupassa í plebbapleisinu WC, til að prufa. þar er líka boðið upp á alls kyns sprikltíma sem "Hentra öllum aldurshópum" - kannski það hentri á mig.

mest kitlar þó nýja stöðin í Kópavogi, sem verður á 15. hæð og "með fullkomnustu tækjasal", hún er svo nálægt - opnun hennar hefur verið frestað til 11. feb.

ég held að það gæti verið skemmtilegra að horfa yfir höfuðborgarsvæðið úr aðstöðinni þar en að reyna að finna sætar stelpur til að góna á í kjallara Sundlaugar Kópavogs.

af hverju að slá lán?

aldrei hef ég skilið af hverju fólk er alltaf að slá lán fyrir hinu og þessu.

væri ekki miklu eðlilegra að slá þann sem lánar?

endurreisn flámælis

ég var að hugsa um að hætta með þágufallssýkina (þgf.fjörið eins og ég kalla það) og taka upp flámæli.

"Það meiga aller heyra er samþekkja mett líflát að jég ir saklaus maðör, rangliga til döjða dæmdör af óréttvisöm dómara ir ikki gitur forsvarað verk sett ferir göðs hátegnarhásæte sim við mönöm báðer koma fram ferir, annar ferr en annar seinna, og mön okkar öppskera þá næsta mjög ólik virða."
(svo mælti Valtýr á grænni treyju)

kannski ég að haldi mig bara við fámæli ...

með skrímsli í buxunum

ég hef ekki hugmynd um hvað verið er að reyna að selja mér í bréfunum sem streyma í tilboðshólfið í tölvupóstinum mínum.

en úr þeim ég tíndi saman þetta nýtísku ljóð:

Women laugh at you...
Solve this problem now
dont lose your girls.
Dont warry man.

Everything can happen.
A breakthrough in herbal Science, N o Exe \rcises
Strong man power. Prepare for winter!
At present it is your turn to change your sexual life.
Amazing, PERMANENT RESULTS that will last.Great device has much more advantages,
always wanted a simple, safe solution.
The world is mine
when they see my crazy sized little brother in my pants
... and to think I did it in just weeks.

Don't get hard without it.
Live it up by making a monster in your pants

Thanks
Jennifer Anniston

mánudagur, janúar 28, 2008

geðhvörf sængurkvenna

á Vísindavefnum var í gær svarað spurningu um fæðingarþunglyndi.

í svarinu er greint á milli þrenns konar fæðingarraskana og sagt frá helstu einkennum þeirra:

i) Sængurkvennagrátur - óútreiknanlegar skapsveiflur, önuglyndi, grátköst, almennur kvíði og truflanir á svefni og matarlyst.

ii) Fæðingarþunglyndi - áhugaleysi, þreyta og sektarkennd.

iii) Fæðingarsturlun - eirðarleysi, önuglyndi og svefntruflanir.ég spyr nú bara hver hefur ekki verið fæðingarsturlaður?

sunnudagur, janúar 27, 2008

líkamsrækt að nafninu til

nú eru bráðum 10 ár síðan ég hætti að æfa fótbolta með Víking, 6 ár síðan ég hætti í framhaldsskólaleikfimi, 3 ár síðan ég og hundurinn fórum síðast út að hlaupa og 1 ár frá því ég fór að taka eftir smávegis aukaþyngd um mig miðjan.
á þessum tímamótum liggur fyrir manni að velja líkamsræktarstöð til þess að kaupa árskort hjá, stunda í mánuð eða svo og hætta svo fljótlega að hafa tíma til þess að fara í ræktina.

í nágrenni við mig eru tvær Nautilus stöðvar, í Sundlaug Kópavogs og í sundlauginni Versölum í Salahverfi - árskort hjá þeim kostar þessa dagana 28 þúsund kall.

í Kórahverfi er nýopnuð heilsuræktarstöðin H10, en hún er því miður aðeins úr leið, alveg lengst upp á Vatnsenda.Sporthúsið er á Breiðablikssvæðinu, það fer misjöfnum sögum af því, en mér hefur sýnst það vera alveg ágætt - ég þarf að gera það upp við mig hvort það sé 45 þúsund króna virði að svitna þar.

11. febrúar opnar svo World Class nýja stöð á 15. hæði í Smárastórhýsinu, það er eiginlega næst mér ef frá er talin dekurstöðin MeccaSpa á Nýbýlavegi (79 þúsund fyrir að láta stjana við sig þar).

World Class er 'the place to be' skilst mér.

á dögunum fór ég í vettvangsferð í WC Laugum - þeir bjóða ekki upp á prufutíma og því lét ég mér nægja að kíkja inn í sal úr kaffiteríunni.
mér er alls ekki illa við að vera eins og maur í risasal eins og þar var, en lyktin sem var alltumlykjandi bæði í afgreiðslunni og kaffistofunni var hreinn viðbjóður, ég er ekki frá því að ég finni hana enn þegar ég loka nefinu.

þegar á allt er litið sé ég hreinlega ekki hvað maður fær aukalega fyrir þennan 55 þúsund kall sem kostar að vera óvirkur meðlimur í WC, er þessi augnskanni svona æðislegur? annars sýnist mér verðið á WC-kortum hafa komist næst því að vera mér boðlegt fyrir sex árum síðan, sjá verðþróun í WC:
World Class rukkar mann um 1500 krónur fyrir að prófa pleisið, og þar með eru þeir búnir að stimpla sig úr leik hjá mér - það er prinsippmál að láta ekki gera sig svona að fífli, og skiptir þá engu hversu hipp og svalur staðurinn er.

föstudagur, janúar 25, 2008

föstudagsgrínið - Binga makeover

hvort kom á undan, yfirhalningin eða spillt hugarfar?

maðurinn vinstra megin lítur ekki út fyrir að vera mikill hnífstungugæji eða meirihlutasprengir.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

fermetraverðið í dk

fermetraverðið í Köbmannahöfn hefur lækkað um rúm 15% eins og jp.dk segir frá í dag.

í íslenskum krónum á genginu í dag hefur meðalfermetraverðið farið úr 416 þúsundum í 351 þúsund - enda var 416 þúsund að meðaltali bara geðveiki.

Her er lejlighedspriserne faldet mest det seneste år:


Kommune

Gns. m2-pris 4. kvartal 2006

Gns. m2-pris 4. kvartal 2007

Udvikling

1

Lyngby-Taarbæk

31.018

24.748

-20,21 pct.

2

Herlev

27.641

22.448

-18,79 pct.

3

Gladsaxe

27.526

23.054

-16,25 pct.

4

Fredensborg

19.708

16.658

-15,48 pct.

5

Københavns

31.758

26.857

-15,43 pct.

6

Hvidovre

24.648

20.915

-15,15 pct.

7

Rødovre

25.343

21.596

-14,79 pct.

8

Tårnby

28.965

24.726

-14,63 pct.

9

Frederikshavn

16.416

14.220

-13,38 pct.

10

Frederiksberg

33.624

29.216

-13,11 pct.

11

Århus

26.449

23.432

-11,41 pct.

Kilde: Danmarks Statistik

íbúðin sem við Lilja leigðum við Holsteinsgötu í Austurbú frá sept. 2006 til júní 2007 var einmitt til sölu á meðan við bjuggum þar. ég verð að viðurkenna að hefði ég átt pening, hefði ég alveg getað hugsað mér að kaupa, en aðallega vegna þess að til umræðu var að búa til gerviströnd við Nordhavn - þetta hefði orðið að prýðis sumarleyfisíbúð.

íbúðin, sem er vel staðsett, er 56 m2 að stærð og sett var á hana um 1,6 danskar kúlur - fermetraverðið var því um 28 þúsund danskar. þar slapp maður ágætlega fyrir horn.

íbúðir í Lyngby (Mosfellsbæ Kaupmannahafnar), þar sem íslendingahásólinn DTU er staðsettur, hafa fallið mest - enda ekki beinlínis skemmtilegasti staðurinn til að búa á miðað við það litla sem ég kynntist honum.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

As only a father could love ...

sumir mega greinilega ekki móðsyrði heyra í garð afkvæma sinna.

einn sagði fyrir 5 dögum síðan "umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli."

annar sagði í dag um hrakfarir dóttur sinnar að hann hefði "aldrei séð svona grautargerð fyrr", "eitthvað það argasta frumhlaup sem ég þykist hafa séð á minni pólitísku ævi" bætti hann við um málið.þykir mér hér barnið dæma biskupinn.

kristileg kynhegðun

samkvæmt þessari rannsókn [Berlingske] stunda sænsk ungmenni í auknum mæli kynlíf með einstaklingum sem þau kynnast, sama kvöld.

37% 16-17 ára stúlkna játa á sig slíka hegðun í rannsókninni, samanborið við 21% ári áður og hjá drengjum fer hlutfallið úr 23% í 35%.

að sögn Vivecu Urwitz hjá enheden for hivprævention i Socialstyrelsen í Svíþjóð kallar þetta á aukna kynfræðslu og betri einstaklingsbundna ráðgjöf.

mér sýnist kynfræðslan vera að bera mjög góðan árangur í Svíþjóð, samkvæmt þessu - a.m.k. fylgir ekki fréttinni að þetta unga fólk sé að leika sér án þess að nota réttar forvarnir.

að mínu mati getur kynfræðsla leitt til þess að fólk viti betur hvað felst í kynlífi, fólk verður sjálfsöruggara og nýtur þess jafnvel betur.
smokkanotkun er síðan forsenda þess að stunda "skyndi"kynlíf af þessu tagi.

það er helst að menn geti haft áhyggjur af hnignun trúarlegra gilda - þetta er greinilega mál fyrir Óla Tynes, en hann er sérstakur áhugamaður um kynlífshegðun skandinava, kynlíf utan hjónabands, afbrigðilegheit í ástarlífinu og kynþokka almennt.

mánudagur, janúar 21, 2008

mánudagsgrínið

vinnustaðargrínið þennan mánudag er í boði ungs samstarfsmanns hér í skuggastofnuninni, en það flytur okkur þann boðskap að ekki sé allt sem sýnist.

um er að ræða 5 auglýsingar um húsnæðislán, sem bera heitið Ekki dæma of fljótt.



fyrirtækinu, Ameriquest Mortage, var einmitt lokað í ágúst á síðasta ári - kannski þeir hafi verið of seinir að dæma?

sunnudagur, janúar 20, 2008

heimildarmynd um ævafornan risavöxt

fín bresk heimildarmynd "um lífið á jörðinni fyrir komu risaeðlanna", þar sem gefur að líta 2 m margfætlur, drekaflugur með vænghaf á borð við erni og köngulær sem hefðu borðað ketti, hefðu þeir verið á matseðlinum.

ég lærði það m.a. að þeim mun meira súrefni sem við dælum út í umhverfið með trjám, þeim mun stærri verða skordýr - að því gefnu að maður trúi á þetta "fucking Darwin búllshit", eins og gamli herbergisfélagi minn Amin tók til orða (hann var langt kominn í læknisfræði, snillingurinn).Út að labba með skrímslin (Walking with monsters), 90 mín. BBC-sería á Gúglvídeo:
partur eitt og tvö og þrjú.

mér sýnast þættirnir Út að labba með risaeðlunum, vera framhald af skrímslaþáttunum, sjá hér á Jútúb.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

hæfur og heimafastur

ok, það er gott og blessað að það taki menn 8 ár að klára laganám við HÍ (á þeim tíma þegar það var svo lítilmannlegt að menn kláruðu það á 4 árum í stað 5).

og þótt menn geti ekki sýnt fram á færni í íslenskri tungu með öðru en setu í ljóðadómnefnd, þá gerir það þá ekki svo mikið minna hæfa.

en menn með slaufu sem búa heima hjá mömmu og pabba fram að 36 ára aldri, manni fallast hendur [visir].

það er ekki að furða þótt grípa þurfi til misnotkunar á valdheimildum [mbl].

drattast í gegnum lífið

stundum dettur maður niður á stjörnuspá mbl, þegar krabbinn er á forsíðunni.

í dag sagði krabbinn mér að ég tilheyrði draumum mínum, ekki öfugt.

Leyfðu þeim að leiða þig áfram. Ekki efast um að leiðin sem þú dattst niður á sé sú rétta.
fyrst las ég reyndar leiðin sem þú drattast niður, það væri í takt við tilveruna.

ætli það sé ekki þá best að halla sér aftur og láta sig fljóta sofandi að lífsins ósi.

sunnudagur, janúar 13, 2008

quartier européen du Kirchberg



á tiltölulega nýuppbyggðu svæði í borgarhlutanum Kirchberg, stutt frá miðbæ Lúxemborgar, er Evróputorfan, þar sem mikill fjöldi ESB-bygginga hefur risið, auk ýmissar annarrar starfsemi á borð við banka, lögmannsstofur, háskóla-campus og hótel.

Kirchberg svæðið var tengt 'restinni' af borginni með rauðu brúnni (Pont rouge), byggðri 1960 og stundum nefnd sjálfsmorðsbrúin - í dag eru göngustígar þessarar 355 m löngu brúar yfirbyggðir, af tillitssemi við fólkið sem býr 85 m fyrir neðan brúna, en sjálfsmorðstíðni er óvíða hærri en í Lúxemborg.

á öðrum enda brúarinnar rís mikill stálbiti til heiðurs Roberts Schuman, og er það vel við hæfi.


stuttu eftir að komið er af brúnni mætir manni Hliðið að Evrópu, tveir 70 m háir turnar, sem hafa verið kenndir við Óserus og Ísis.

turnarnir hýsa starfsemi framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins m.a., hægra megin á myndinni má sjá glitta í Fílharmoníuna, en lengra til hægri rís hin ofsaljóta asbestosmengaða Alcide de Gasperi, forfaðir ESB-bygginganna.


hér er Fílharmonían sem byggð var árið 2003 í hluta af sínu veldi (sjá flottari mynd), vinstra megin er hluti af hliðinu, fyrir ofan asbestosógeðið, og hægra megin er Robert Schuman bygging Evrópuþingsins.

fyrir aftan asbesósklumpinn er Hemicycle byggingin, á Fort Thüngen götu, sem ég sýndi myndir af um daginn. þar er leynistofnunin sem ég var hjá í 3 mánuði til húsa.



Róbert Schúman var driffjöður í 'sameiningu' Evrópu, "a noted Luxembourg-born German-French politician who is regarded as one of the founders of the European Union", fyrir þá sem ekkert vita - byggingin sem heitir eftir honum er ekkert sérstaklega tilkomumikil, en er heilög í hugum margra.


hinum megin við götuna (JF Kennedy hraðbrautina) er Evrópudómstóllinn, þessi valdamikla stofnun sem hefur lögsögu yfir um 460 milljónum Evrópubúa og hefur aðalsæti í Lúx.

aðalbygginguna, sem heitir Palais , er verið að stækka og auk þess var mötuneytið nýlega tekið í gegn - maturinn þar er með ágætum.

í byggingunni eru bæði ECJ og CFI, en Court of Auditors er steinsnar frá í sérbyggingu. starfsmannadómstóllinn er aðeins lengra frá, í sömu byggingu og Kaupthing Bank.

dómstólaarmur ESB er að öllu leyti staðsettur í Lúxemborg, en auk þess er Eurostat með höfuðstöðvar þar, í verslunarmiðstöðinni Auchan.


við hlið dómstólshússins er verið að leggja lokahönd á þýðingarturna dómstólsins, en lögþýðendur (lawyer linguists) eru stærsti hluti starfsfólks hans.
turnarnir eru reyndar strax orðnir of litlir, því ekki var gert ráð fyrir nýjustu aðildarlöndunum Búlgaríu og Rúmeníu þegar ráðist var í þá.

þýðendur hafa hingað til hafst við í bráðabirgðahúsinu 'batiment T', sem menn sjá því miður ekki fram á að geta rifið.

á þessari mynd má sjá glitta í hús framkvæmdarstjórnarinnar.


framkvæmdastjórnin er í þessari speglaklæddu byggingu sem heitir eftir Jean Monnet, einum af hugmyndasmiðunum að baki ESB, sem var sagður hafa haft raunsæa sýn á nauðsyn Evrópu til þess að komast burt frá sögulegum einstrengingshætti sínum.

Jean Monnet eru eignaðar nokkrar tilvitnanir, má þar nefna:

  • "Það er engin framtíð fyrir íbúa Evrópu nema í bandalagi."
  • "Ekkert er mögulegt án manna; ekkert endist án stofnana."
Monnet er rosalega 80's að innanverðu, með eiturgulum innréttingum og endalausum stofnanaranghölum. mötuneytið er eins og í bandarískum grunnskóla, en sumir fara þangað til þess að fá góðar steikur.

þessi mynd sýnir ekki bestu hlið hússins, heldur innganginn í bílakjallarann.

framkvæmdastjórnin hefur aðalbækistöðvar í hinni íburðarmiklu Berlaymont byggingu í Brussel.


skemmtilegast var að eyða tíma sínum í byggingu Evrópuþingsins (KAD / BAK) sem kennd er við Konrad Adenauer, umdeildan Þýskalandskanslara, en hún var byggð árið 1987.

þar má m.a. finna matvöruverslun, kaffihús, banka og bókabúð og mjög veglegt mötuneyti, það vinsælasta á Evróputorfunni.

aðalsæti Evrópuþingsins er í Strassborg, en myndi af Babýlonsturni þess setti ég á netið í októberlok (sjá neðst þar).á þessari síðu er að finna 3D kort með þessum byggingum öllum, fyrir þá sem kunna að hafa áhuga - ýmiss annar fróðleikur er þar líka um líf og starf í miðborg Evrópu.

föstudagur, janúar 11, 2008

þjóðaréttarlega blindandi?

fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is var miklu fyndnari fyrst þegar hún var birt:

hún er reyndar enn vitlaus, segir þjóðréttarlega í stað þjóðaréttarlega.


það er ekki við starfsfólkið að sakast, heldur lúsarlaunin sem þetta fremur auðvelda starf borgar - betra fólk mun fást til starfans nú þegar bankarnir eru hættir að ráða.