atvinnuhúmor
það er alveg ægilegt að sitja inni í þessu sumarveðri, börnin hlæja, fuglarnir syngja og kvenfólkið tekur út stuttu pilsin.
þá er gott að kæta sig með nokkrum bröndurum:
úr meintum slysaskýrslum eftir umferðaróhöpp:
- A pedestrian hit me and went under my car.
- The guy was all over the road. I had to swerve a number of times before I hit him.
- I pulled in to the side of the road because there was smoke coming from under the hood. I realized there was a fire in the engine, so I took my dog and smothered it with a blanket.
síðan var það þessi kæra til Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem HMSH benti mér á:
málið er nr. 53818/00 og var tekið fyrir 6. febrúar 2003, til að meta hvort það ætti erindi til dómstólsins (admissibility hearing).
I. Tveir eigendur fyrirtækis í Austurríki kvörtuðu yfir meintu broti gegn 6. gr. sáttmálans (réttlát málsmeðferð), á þeim grundvelli m.a. að þeir hafi þurft að fá sér lögmann er þeir fóru með mál fyrir stjórnskipunardómstólinn í Austurríki, þeir hafi ekki fengið greiddan málskostnað þar og meðferð málsins hafi dregist úr hófi.
ekkert að því, en síðan byrjar grínið:
II. Kærendurnir báru, auk ofangreinds, fyrir sig brot gegn:
- 3. gr. (bann við pyndingum), þar sem óréttlætið sem fólst í ofangreindu hafi verið svo mikið að jafna mætti því við pyndingar;
- 4. gr. (bann við nauðungarvinnu), þar sem þeir hafi neyðst til þess að fara með málið fyrir MDE;
- 8. gr. (friðhelgi einkalífs), þar sem vinna við málið hafi bitnað á einka- og fjölskyldulífi þeirra;
- 10. gr. (tjáningarfrelsi) og 11. gr. (félagafrelsi), þar sem kvöðin um að fá sér lögmann væri brot gegn frelsi þeirra til að safnast saman.
1 ummæli:
hahaha....fyndnasta sem ég hef heyrt lengi!!!!
Skrifa ummæli