Hvað er að gerast:

föstudagur, apríl 13, 2007

flottasti rumpurinn

alveg er ég áhyggjulaus yfir fegurðarsamkeppnum. ég hef jafn gaman af fegurð kvenna og næsti maður. ég er líka áhugamaður um fallega myndlist og byggingar, skemmtilegar bíómyndir og bækur.
ef fólk hefur þörf á því að láta horfa á sig eins og hvern annan sýningargrip, má það gera það.

stelpurnar sem taka þátt í þessu fá hins vegar ekki háa einkunn frá mér fyrir gáfnafar. ég veit það best sjálfur að gaman er að vera fallegur, og enn skemmtilegra að sýna öðrum það. en að þurfa að fara í keppni við aðrar manneskjur til þess að fá viðurkenningu á því - er ekki í lagi heima hjá fólki?

en, mér er sama hvaðan gott kemur. stelpur sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum hafa væntanlega ekki vitsmunalegan þroska til að skemmast að neinu marki af þessu. kannski verst með ljósabekjaböðin - rosalega er þetta ristabrauðslúkk orðið þreytt.

ég vil þó viðra þá hugmynd að setja á fót keppni um flottasta rassinn. hún gæti jafnvel verið nafnlaus. keppendur gæti gengið um með poka á efri hluta líkamans og sýnt á sér afturendann í nær ósýnilegum þveng. ekkert áhugamála- og framtíðarplanayfirvarp, bara hreint og beint hver er með mest aðlaðandi rass.
fyrst menn vilja hafa gripasýningar á mönnum, af hverju ekki að ganga alla leið?


Kylie þarf engar viðurkenningar á aldraðri fegurð sinni, en er óhrædd við að græða á henni með aðstoð H&M:

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er góð hugmynd! - Bætum einum borðanum við ljósmyndastúlkuna, vinsælustu stúlkuna, sokkabuxnastúlkuna og fallegustu fótleggina!

Þetta er reyndar keppnin, sem ég dæmi yfirleitt í - ja, bara svona fyrir sjálfan mig, þegar ég fylgist með gripasýningunni - það er það eina, sem er skemmtilegt við þessar sýningar ... *geysp* ... fyrirgefðu, mannbætandi fegurðarsamkeppnir!

h.