Hvað er að gerast:

mánudagur, apríl 16, 2007


um réttinn til þess að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð.

The presumption of innocence will be violated if a [...] statement by a public official concerning a person charged with a criminal offence reflects an opinion that he is guilty before he has been proved guilty according to law. It suffices, even in the absence of any formal finding, that there is some reasoning suggesting that the [...] official regards the accused as guilty.
Dómur Mannréttindadómstólsins í máli Böhmer g. Þýskalandi frá 3. október 2002.

Ummæli ríkislögreglustjóra í kvöldfréttatímum Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins skírskota þó með ákveðnum hætti til sjónarmiða um sérstakt hæfi. Verður að líta svo á að þau endurspegli huglæga afstöðu ríkislögreglustjóra til málsins. Þar sem þau voru viðhöfð opinberlega í fjölmiðlum verður sérstaklega að líta til þess hvernig þau horfa við almenningi og hvort varnaraðilar geti í ljósi þeirra með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hæfis dómara. Verða ofangreind ummæli ekki skilin á annan hátt en að ríkislögreglustjóri telji að með réttu megi álíta að embætti hans sé ekki treystandi til að líta hlutlaust á málavexti. Hefði dómari viðhaft sams konar ummæli opinberlega hefði hann orðið vanhæfur til að leysa úr því, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af áðurnefndri 5. mgr. 5. gr. lögreglulaga verður því að líta svo á að ríkislögreglustjóri hafi, er hann lét ummælin falla, orðið vanhæfur til að halda áfram meðferð málsins.
Úrskurður Hæstaréttar Íslands í olíufélagsmálinu frá 23. janúar 2007.


hver segir svo að Ísland sé aftarlega á merinni þegar kemur að mannréttindum (meintra) glæpamanna?

Engin ummæli: