vondi birgirinn
það er margt furðulegt, unga fólkið sem sér um fréttir á mbl.is.
í fréttinni hér fyrir neðan, um hækkanir hjá Gunnars Mæjó og Danól, er margt athyglisvert.
í fyrsta lagi er byrgð auðvitað eitthvað sem byrgir fyrir t.d. brunna eða sýn. birgjar eru hins vegar þeir sem birgja sig og okkur hin af hinum ýmsu birgðum.
í annan stað fylgir þessi frábæra mynd af vondum birgi, líklegast á Indlandi, að meina litlum börnum um mat. þetta kallar maður húmor.í þriðja lagi ber myndin undirskriftina "líf og fjör og fjör. einn tveir" og sá sem á birtingarrétt hennar ber nafnið jfdksajf - en nafnið er greinilega fengið með því að ýta af handahófi á nálæga takka, miðað við rétta fingrasetningu.
ætli það vaxi einhverjir sveppir í Hádegismóum? þar er a.m.k. líf og fjör, einn tveir.
fréttin er hér - fróðlegt verður að sjá hvort hún muni taka einhverjum breytingum.
3 ummæli:
ja, myndin er alla vega horfin!
Þú ættir að skrá þig á moggabloggið, þá geturðu bloggað allar fréttirnar, sem koma hjá þeim og eru gagnrýnisverðar, þá færðu færslu á viðkomandi frétt og getur í kjölfarið orðið ágætis gagnrýnandi á störf blaðamanna á mbl.is, auk þess sem manni sýnist sem þeim veiti nú ekki af því að hafa prófarkarlesara á sínum snærum! (Þetta yrði nú samt launalaust.)
h.
þeir sitja þó fastir á því að kalla birgjana byrgja í fyrirsögninni. enda byrgja birgjar okkur frá eðlilegu vöruverði.
gerast moggabloggari? ekki þótt mér væri borgað fyrir það, h.
eða jú ok ,kannski ef mér væri mjög vel borgað fyrir það.
mér dettur ekki í hug að treysta krökkunum sem sjá um mbl fyrir því sem ég skrifa, eins ómerkilegt og það nú er.
fyrir utan þetta mannskemmandi samfélag sem þarna hefur skapast, þá er blog.is kerfið einhver sú mesta hörmung síðan vísismenn eyðilögðu blog.central.
það væri eins og að hætta að drekka sæmilegt ítalskt espresso og reyna að venja sig á tyrkneskt kennarastofukaffi í staðinn - hörmulegt.
þetta hefur allt verið dregið til baka.
einu undarlegheitin sem eru eftir eru bloggin um fréttina. margt fólk er fífl. það er svo sem ekkert nýtt að fólk sé fífl, en á óvart kemur hveru óhræddir margir eru við að sýna það.
Skrifa ummæli