var að götva upp
að ég hef líklegast alltaf skrifað uppgötvun með v-ið á vitlausum stað. líklegasta skýringin er sú að það sé þjálla að segja gvötun, eða jafnvel gvötvun.
að sömuleiðis hef ég tamið mér að rita tilhneiging með y-i. veit ekki af hverju, mér hefur hugsanlega fundist maður hneigja sig með y.
en þetta endar hér og nú!
ég hef sjálfkvæma hneigð til þess að hugsa ekki nægilega út í merkingu orðanna, heldur skrifa þau eftir minni. verð að taka mig á.
til dæmis fór ég á stúfa til að finna orðsifjar orðsins synd:
Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’.það var auðvitað bara yfirsjón hjá Evu að borða af skilningstrénu, en hún var þó slík að taka þurfti á málinu af hörku. oft er vísað til þessa atviks í tengslum við entrapment og agent provocateur:
when Eve, taxed with having eaten forbidden fruit, replied 'the serpent beguiled me', her excuse was at most a plea in mitigation and not a complete defence.- lögfræðin er víða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli