Hvað er að gerast:

fimmtudagur, apríl 19, 2007

teiknaðu mynd, hún endist lengur

þá er maður mættur á Svarta demantinn aftur, í skítaveðri. gott að skiptast á að lesa í bókasafninu í miðbænum og demantinum. hér er kaffihúsið Augnablik og bókabúð, en enginn kebab-staður. bara einhver fansípansí veitingastaður.gaurinn sem situr á móti mér hér í Gamle Læsesal, sem er í konunglega bókasafnshlutanum í Slotshólma, getur ekki hætt að stara á stelpurnar við hliðina á mér og sitt hvorum megin við hann - virkilega krípí. ekki vera svona augljós, stúbbid!

annars hefur salurinn ekki tekið neinum breytingum frá því þessi mynd var tekin. nema hvað bætt hefur verið við rafmagnsinnstungum undir borðin og salurinn er ekki lengur svart-hvítur.ég kannski gleðst ekki yfir brunanum mikla, en ég græt hann ekki. menningarsöguleg hús? hefðum við haldið upp á torfkofa, ef það hefði verið eina húsið sem hundadagakonungnum stóð til boða?
ef hús nr. 22 verður endurbyggt þá getur borgin hunskast til að gera það á Árbæjarsafni og reisa alvöru hús í Austurstrætinu í staðinn. eitthvað svona evrópskt.

mynd af treg.is

Engin ummæli: