erfðafræðileg hnignun þjóðfélagsinis
ég var að lesa rosalega áhugaverða kenningu um ástæður fyrir hrakförum demókratalokksins í USA. einn stór þáttur mun vera að árið 1973 féll dómur í máli Roe v. Wade, þar sem segja má að fóstureyðingar hafi verið heimilaðar.
demókratar munu vera 2-3 sinnum líklegri til þess að gangast undir fóstureyðingu heldur en hinir strangtrúuðu repúblikanar, þ.e. líklegri til þess að nýta sér þessa heimild sem Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að fælist í rétti kvenna til friðhelgi einkalífs.þar sem stjórnmálaskoðanir eiga það til að ganga í erfðir, hefur þetta orðið til þess að fylgismönnum demókrata hefur fækkað.
talandi um að skjóta sig í fótinn (fóstrið).
texti við lag Röggu Gísla, Hvað um mig og þig (ca. 1987?), er mjög erfitt til gúglunar. textinn er í heild sinni hér, en hann er erfitt að finna. vísan sú verður seint of oft kveðin:
Ég sé þig þreytta við barnavagninn baksa heim á kvöldin
þar bíða bréf með rukkunum sem birta ógreidd gjöldin
Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?
Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?
Á laugardögum eftir klukkan átta lög á fóninn
lamaður í alkóhóli landinn gefur tóninn
Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?
Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli