Hvað er að gerast:

þriðjudagur, janúar 02, 2007

gleðilegur janúar

get ekki mælt nógu mikið með Black Books, sem finna má á tv.peekvid.com - yndislegir þættir. ég hef mig þó grunaðan um að vera með eilítið bæklaðar hláturstöðvar, því mér fannst Skaupið 90% ekki skemmtilegt þegar ég kom heim kl. 6 á nýársmorgun (áfengið hjálpaði til við þessi 10% sem voru fyndin), og Borat ekki heldur í nýársþynnkunni.




sá í fréttum að vont veður hafi riðið yfir á nýársdag. er ekki frá því að ég hafi vaknað við það og sofnað svo aftur. nýárið er búið að vera fínt.


þjóð Svía sótt heim á morgun, Ystad og Malmö
óska Saddam til hamingju með að vera dauður. ég er jafn furðu lostinn og aðrir á því að ríkisstjórn Íslands og SÞ hafi ekki fordæmt aftökuna, eins og þessir aðilar eru nú duglegir að fordæma aftökur almennt, annarsstaðar í heiminum.
já - hengingin kom eflaust í veg fyrir að fjölmargir glæpir hans gegn mannkyninu yrðu upplýstir, hann var búinn að vera svo samvinnuþýður hingað til - einmitt.

átti hann ekki annars syni sjö, sjö syni átti Saddam - við getum kannski spurt þá hvaða fleiri mannillskufræjum hann sáði, hann sáði?

1 ummæli:

Marghuga sagði...

Vá Halli! Takk fyrir snilldar link http://tv.peekvid.com/s3537/ ! Ég er gamall addáandi Black books, horfdi á thad á Rúv í denn tíd, en thad sem meira er ad tharna má sjá Spaced thaetti - sem eru bessta snilld sídustu aldar.... eda kannski thessarar. Ég er ekki alveg med ßa hreinu med útgáfudaginn ;)
kv Magga