Hvað er að gerast:

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

Engin ummæli: