obsessive writing syndrome
ritgerðarskrif eru byrjuð á fullu. við heimildavinnu rekst maður oft á mikla gullmola, hér eru tveir úr bókinni Understanding Evidence sem ég tók á bókasafninu í gær:
[um sönnunarfærslu í dómsmálum] 'Truth is seen as emerging from [...] counterpointing accounts. It is a "fight" model rather than scientific invegstigation by a disinterested adjuciator'
bókin er fín lesning, en höfundur segist hafa þjáðst af 'obsessive writing syndrome' þegar hann vann að henni og í formála segir 'It was a serious mistake to stop smoking during the writing of this book'
***
það er ekkert lát á blíðviðrinu hér í K-höfn. kartöflur eru farnar að spíra, rottustofninn nýtur hitans, hér fyrir utan eru kóngulærnar iðnar sem aldrei fyrr.
las í hverfisblaðinu Österbro avisen að maður hefði fundist dauður á Strandboulevarden hér rétt hjá. fyrst var talið að keyrt hefði verið á hann en þegar þeir fundu dæld í bíl fyrir neðan opinn gluggann í íbúðinni hans og lyklana, jakkann og veskið hans inni í íbúðinni, var afráðið að hann hafi fallið. hann hefur líklega viljað fá sér sígarettu áður en hann færi að sofa eftir djammið.
***
nýlega voru veitt árleg verðlaun fyrir heimskulegar leiðbeiningar, og sigurvegarinn var merkimiði á þvottavél þar sem sagði:
High Speed Spin Do not put any person in this washer.
ég las áðan lýsingu á því hvað gerist þegar maður tekur snúning í þvottavél:
innan sekúndna eru kraftarnir orðnir svo miklir að maður getur ekki hreyft hendurnar til að opna lúguna. stuttu seinna getur maður ekki andað og strax á eftir er allt blóðið farið úr hausnum og maður missir meðvitund.
meðvitundarleysið er í raun blessun því á innan við mínútu hefur húðin á baki manns rofnað og allt blóð og gall og annað dælist út úr líkamanum. það eina sem verður eftir eru bein og drulla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli