kvennasjóður
það þarf sterkar hreðjar til að horfa á þetta íslenska Herbalife myndband til enda. ég gafst upp eftir aðeins örfáar mínútur. þessu fólki, sem svo ómaklega er uppnefnt hin íslenska Borat fjölskylda, er mikil vorkunn.
***
af 7 málum sem framkvæmdastjóri VG nefndi áðan á póstlista femínistafélagsins sem hluta af stefnuskrá flokksins, svelgdist mér einungis á við lestur tveggja:
"[3] heimildir jafnréttisstofu til að far [sic] inn í fyrirtæki og afla upplýsinga um kynbundinn launamun,"
haha hoho ... já ... ég veit ekki hvort eitthvað þarf að segja um þetta? ég sé fyrir mér dómarann sem fær þessháttar húsleitarheimild inn á borð til sín.
er virkilega til fólk í heiminum sem heldur að það þurfi að brjóta með þessum hætti gegn fyrirtækjum og starfsfólki þess til þess að sannleikur um launagreiðslur fyrirtækisins verði leiddur í ljós? af hverju hefur ekki verið gert meira grín að þessum flokki - með fólk sem skrifar svona innanborðs?
"[7] bætt verði starfsumhverfi kvennahreyfingarinnar á Íslandi"
hvaaað er þetta lið að reykja? við gúgl má finna þingsályktunartillögu Kollu Halldórs og Þuríðar Batmansdóttur um þessar bætur á "starfsumhverfi kvennahreyfinga", sem þrátt fyrir nafnið virðist ekki einskorðað við "kvennahreyfingar":
a) hún gengur að sjálfsögðu út á að eyða peningum, þ.e. stofna sjóð, væntanlega á hann (kvennasjóðurinn) að koma úr ríkis-sjóði - til að styrkja allt* það starf sem "miðað getur að jafnari stöðu kynjanna" og senda þetta sama fólk til útlanda.
b) í öðru og síðasta lagi á með tillögunni að koma á "beinum tengslum" allra* þeirra sem hafa starfa sem "miðað getur að jafnari stöðu kynjanna" við íslensk ráðuneyti.
{* hvers konar starf félagasamtaka, hópa og einstaklinga}
þetta finnst mér svo mikið bull að ég trúi því ekki að fullorðin manneskja geti látið svona lagað fara frá sér. af ræðu Kolbrúnar virðist sem tekið hafi verið með jákvæðum hætti í þessa tillögu þegar hún hefur verið lögð fram áður - væntanlega vill enginn vera sakaður um rembu eða karllægni, en ég vil bara ekki trúa því. þetta er svo heimskulegt á allan hátt að þetta gæti verið brandari - lélegur skets hjá Spaugstofunni.
hin málin voru ágætra gjalda verð - en það er erfitt að líta fram hjá svona bilun.
ég get ekki beðið eftir að VG losi sig við þetta útúrklikkaða pakk - mér líst nefnilega vel á flest yngra fólkið sem hefur fundið sér bólfestu þarna. ég myndi samt þurfa að fullvissa mig um að peningunum mínum yrði ekki sólundað með hlutum eins og stofnun kvennasjóðs áður en ég kýs VinstriGrænt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli