hálf-poppað popp!
nörd:
ég fíla StarTrek, og þori að viðurkenna það. þótt í grunninnn sé þetta f.o.f. vísindaskáldskapur þá er gaman að horfa á hvernig þættirnir takast á við hugtök á borð við stríð og frið, forræðishyggju, heimsvaldastefnu, mannréttindi, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna o.fl.
þótt BattleStar Galactica séu sínu mun óvitsmunalegri þættir, þá hef ég mjög gaman af sögunni endalausu um þessa mennsku eftirlifendur stríðs sem þurrkað hefur út stærstan hluta mannkyns (í þeirra stjörnukerfi) og leit þeirra að plánetu sem kölluð er "Earth".
í þáttunum, sem eru endurgerð seríu frá 7. áratugnum, er trúarlegur undirtónn og áhugaverðar spurningar eru teknar fyrir, t.a.m. um tilfinninga- og trúarlíf vélmenna. í upprunalegu seríunni var mikið um hasar, karllægni og ameríkanisma og frá þessu hefur lítið verið brugðið. hins vegar hafa framleiðendurnir tekið upp á því að hafa jafna hluti kynjanna í þáttunum, þannig að mörg aðalhlutverkin, þ.á m. hlutverk drykkfellda, vindlareykjandi aðaltöffarans Starbuck, eru í höndum kvenna.
ég hafði hugsað mér að kaupa seríu 2 af þáttunum, en þegar ég komst að því að verðið væri 700 DKK þá var ekki annað í stöðunni en að verða sér úti um tölvutækar upptökur af þeim frá öðrum áhugamönnum.
bara til að taka það fram þá er StarWars mesta drasl í geimi - vitsmunasnautt tyggigúmmífyrirbæri, útþynnt kjaftæði um baráttu góðs og ills, prinsa og prinsessur í geimnum og í stuttu máli algert prump.
sérstakt:
þannig er að ég er í hópi þeirra afar fáu sem vita ekkert betra en hálf-poppuð popp-maískorn (maísbaunir). kornin eru stökk undir tönn og þétt í sér - mun betri en maís sem hefur poppast.
það var ekki fyrr en í dag, á meðan ég horfði á BSG og reyndi að veiða þennan ópoppaða, opnaða fagnað uppúr skálinni, sem mér datt í hug að gúgla fyrirbærinu. það hlytu að vera fleiri sem þætti þetta gott.
og viti menn, á netinu fann ég bæði verslanir sem selja þetta í pokavís og myndband sem sýnir hvernig má búa til heilu bílfarmana af ópoppuðum maís! því ber að fagna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli