Hvað er að gerast:

miðvikudagur, janúar 17, 2007

skuggar á skýjunum

jæja þá er það Danamörk aftur.

mótvindur í flugtaki en sólin skein á Karlsþorpsflugvelli við lendingu - vandamálin eru til að leysa þau.

prísa mig sælan fyrir að hafa lent í mestu snjóþyngslum í Rvk í 13 ár, á meðan óveður drap mann og annan í Skandinavíu. það var samt orðið aðeins of kalt og fínt að koma aftur hingað í Austurbrú í 6°C.

***

svo virðist sem að töfrarnir séu endanlega farnir af almennu farþegaflugi fyrir mér. aldrei hafa hellurnar verið jafn sársaukafullar, vindurinn sem kom inn um gatið við gluggann jafn napur eða flugfreyjurnar jafn hrokafullar.

auk þess var þetta allt of langt flug - ekki bað ég um að flogið yrði yfir Þórshöfn og Stavanger!

muna að kjósa Á. Johnsen svo við fáum þessi margumræddu jarðgöng milli (megin)lands og eyju (Ísland).

***

þessir amatörar á Vísindavefnum - að svara spurningu um orðtiltækið "sorry Stína" án þess að minnast á svarið "ok Palli" ???
það er líka fáránleikinn uppmálaður þegar þeir birta spurningu og gleyma að svara henni, sbr. spurningin hvort sé réttara hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur.


***

stefnan er tekin á að nota íslenska orðið so meira í staðinn fyrir svo.
ég er so ofboðslega þreyttur.

svo verður því hér eftir aðeins notað í merkingunni síðan - og svo datt ég.

:: thank you so much, du er dejlig yndig, kjær og sød ::

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað er í gangi? fékkstu uppfærslu á saga class eða var bara tilboð á barnum?

skál!

h.

Halli sagði...

ég hugsa mig amk tvisvar um áður en ég fer aftur ódrukkinn um borð í IExpresso flugvél!

Nafnlaus sagði...

nú? - hvað var svona slæmt? - kannski það, að það var ekkert tilboð á barnum eftir allt saman? :(

h.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir pakkann!!
3ji er farinn að hlusta á barnalitteratúr frá mekka pólítísku rétthugsunarinnar. hann er alveg með á hreinu núna að það á ekki að pissa á gólfið. :)

sjáumst í sumar!

Halli sagði...

Einar Áskell, Emma og Max* er það eina sem blívar í barnauppeldi.

börn eiga að kunna að meta sjálf sig með öllum sínum kostum og göllum, en bera þó virðingu fyrir ákveðnum grunngildum þjóðfélagsins, t.d. að pissa ekki á gólfið.

þau eiga líka að vera svolítið sósíalísk í hugsun og hjálpa öðrum þegar þess þarf, sbr. boðskapinn í Barbapabbabókunum.

* bæta Langsokknum við til að gæta kynjajafnræðis?