... but through the back door as usual
þema þessa þvaðurs eru fánar!
mér finnst alveg merkilegt að Dannebrog (í. dönsk föt) sé elsti þjóðfáni jarðar sem enn er í notkun - danskurinn hefur vit á tímalausri hönnun.
frá Pápa mínum:
Átta ára gamall var Hermann í tíma í Vesturbæjarskóla þar sem eftirfarandi samtal átti sér stað:
Kennarinn: Allir sem eru KR-ingar rétti upp hönd.
(Allir nema Hermann teygðu sig til himins.)
Kennarinn: Hvað er þetta Hermann!! Ertu ekki KR-ingur?
Hermann: Nei, ég er Valsari þar sem báðir foreldrar mínir eru Valsarar.
Kennarinn: Það er ekkert annað, segjum sem svo að báðir foreldrar þínir væru hálfvitar hvað værir þú þá?
Hermann: Þá væri ég líklegast KR-ingur.
***
hið íslenska OC á Panama.is er líka ferlega fyndið. tengil þangað fann ég hjá sniðugri stelpu [snilldur.blogspot] sem þar skrifar.
á panama er enn fremur viðtal við Berg Ebba, út af hljómsveitinni hans hvers meiktónleikum ég missti af sökum lesstofudvergs.
ekki jafnframt, en framarlega þó er þessi gullmoli á sömu síðu:
Þegar Elton var aðlaður fyrir að endurvinna gamalt lag um heimska blondínu (Candle in the wind) sagði Johnny Rotten [úr Ex-Pistols]: "Old fatty finally made it - but through the back door as usual."***
í fréttatilkynningu um stjórnanda nýstofnaðs stjórnsýslusviðs Ríkislögreglustjóra segir að hann hafi starfað sem lögreglumaður "[á] námsárum og samhliða námi [...]"
sjálfur hef ég starfað við ýmislegt samhliða námi, en enga vinnu stundað á námsárunum - eða, bíddu ... meikar það vit?
***
Leti, tímaskortur og hugleysi -> höfuðsyndirnar þrjár í öllum fræðum.
- úr ónefndu msn samtali mínu við fræðimann.
[...] they that observe their differences and dissimilitudes, which is called ‘distinguishing’ and ‘discerning’ and ‘judging’ between thing and thing, in case such discerning be not easy, are said to have a ‘good judgment;’ and, particularly in matter of conversation and business, wherein times, places, and persons, are to be discerned, this virtue is called ‘discretion.’ The former, that is, fancy, without the help of judgment, is not commended as a virtue; but the latter, which is judgment and discretion, is commended for itself, without the help of fancy. Besides the discretion of times, places, and persons, necessary to a good fancy, there is required also an often application of his thoughts to their end, that is to say, to some use to be made of them.
- Hobbes, Leviathan - VIII. kafli.
það eru einhver tengsl þarna á milli, þótt ég sé ekki viss um hver þau eru. ætli það hefði verið gaman að tala við Hobbes á msn? - hann er svo óskýr á stundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli