Hvað er að gerast:

sunnudagur, janúar 21, 2007

the cat ate my computer mouse

jæja við fórum loksins á Glyptotekið og Hviids Vinstue, 2 merkustu staði borgarinnar, áðan.
15 söfn eftir á listanum, og nokkrir barir. sérstaklega langar mig á fílinn og músina á Nörregade - minnsta bar Hafnar.

í öðrum fréttum er að ég drakk í gær grænlenskan jólabjór, úr vatni sem hafði verið frosið í 180.000 ár áður en bruggað var úr því. hann var virkilega góður og alveg þess virði að pung'út 35 kr. fyrir honum á útsölu í Nettó (sjá fyrir og eftir myndir). þetta var dökkur 5% bjór með ávaxtakeim, minnti mikið á belgískan "munkabjór" - mér er það algerlega óskiljanlegt að Grænlendingar ætli að binda framleiðslu hans við jólavertíðina eingöngu.







hér er annars farið að kólna, og því gott að þurfa að hanga inni við ritgerðarskrif.


það er í raun búið að vera haustveður í Khöfn síðan um miðjan október og hefur verið tilvalið að fara í rómantíska hjólatúra um borgina - hér eru garðar út um allt í nágrenninu, í görðunum vötn og á vötnunum endur, sem þiggja brauð gærdagsins með þökkum.
vil deila með ykkur fallega laginu Kóngulóarinnar Vefur e. Kötu Melúa.

Engin ummæli: