búðin í götunni
Stúdentakjallarinn á sunnudaginn kl. 20:
Að lokum sínum [sic] við tékknesku óskarsverðlaunamyndina Obchod na Korze (The Shop on Main Street, 1965) e. Jan Kádar og Elmar Klos. Þetta er tragikómísk mynd um hálfgerðan aula sem er skipað að gerast arýskur [sic] "yfirmaður" búðar sem gömul gyðingaekkja rekur. Myndin endurspeglar yfirráð kúgunarstjórnar nasista en hún er einnig gerð á hápunkti sovéskrar stjórnar í A.-Evrópu. Myndin fékk ekki bara óskar sem besta erlenda mynd, heldur einnig tilnefningu fyrir bestu leikkonu (Ida Kaminska sem gamla ekkjan).
þetta er reyndar slóvakísk mynd, ekki tékknesk (tékkóslóvakísk ef menn vilja vera nákvæmir) - hún gerist í smábænum Sabinov, sem ég heimsótti í júní sl., ég var plataður til að sjá leikrit sem gert er eftir myndinni þegar ég var þar - þá voru 40 ár liðin frá því myndin fékk óskarsverðlaun og hátíðarhöld í bænum. ég skildi leikritið ágætlega þrátt fyrir slakan skilning á slóvakísku, falleg og átakanleg saga.
Sabinov er annars þekktur fyrir einstaklega gott jógúrt, og þess má geta að búðin sem myndin gerist í var nýlega breytt aftur í leðurvöruverslun, líkt og var þegar myndin var tekin þar upp.
***
The LB
ég er búinn að vera á Lögbergi í gær og í dag - æðislegt að hitta gömlu vinina, manni líður strax eins og heima hjá sér.
í kvöld er stefnan jafnvel tekin á laganemakokkteil.
***
smá entrapment grín
State v. Powell ‘86: Drunken decoy – lögreglutálbeita lagðist í fósturstellingu á jörðinni og þóttist vera áfengisdauð, með veski hangandi út úr rassvasa – skapaði að mati Hæstaréttar Hawai “a substantial risk that [theft] would be committed by persons other than those who [were] ready to commit it”.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli