Hvað er að gerast:

laugardagur, október 13, 2007

Trier og Metz

í dag var það Metz, klukkutíma í burtu.

það var skref 2 í því að reyna að sættast við íbúa Frakklands, það fyrsta var eiginlega stigið við það að koma hingað til Lúx, því hér talar hver maður og hundurinn hans frönsku.

borgin kom ágætlega á óvart - þótt þar hafi verið lítið að sjá nema verzlunargötur og frakkar, og þessi venjulega íburðarmikla kirkja sem allsstaðar er að finna.

margir af þeim sem ég talaði við voru hins vegar mjög almennilegir - ýmist sættu sig við frönskubullið mitt, eða áttuðu sig á því að ég væri þýskur(!) (ein kona hélt reyndar að við værum englendingar og fannst það alveg rosalegt).

í gangi var fést de la Octobre í Metz, einhvers konar bjórdrykkjuhátíð. á dauða mínum átti ég von, en ekki því að drekka eins líters bjór í stóru bjórdrykkju-tónleikatjaldi í Frakklandi.

ég varð svolítið hugfanginn af skyndibitamenningunni þarna. fyrir utan öll paníníin og bagúettin, má helst nefna O'kebab - kebab McD's style, og ítalskan stað sem seldi þessa fínu pastarétti, ódýrt, snyrtilegt og fljótlegt í litlum boxum.

ég væri alveg til í að geta keypt mér kebab á jafnódýru verði og á jafn snyrtilegan hátt og McDonalds (þá er ég að tala um útlenskt McD's verð) og snögglegan 3 fromage pastarétt eftir djammið á Íslandi.

***

síðasta helgi tókum við dag í Trier - elstu borg Þýskalands, þar sem stór hluti vinnandi manna í Lúx býr (restin verslar í matinn þar - korter í burtu).

þýskarar eru alltaf elskulegir, brosa og segja tsjúts, drekka ekki bjór úr litlum glösum, og eru ekki jafn mikið fyrir málalengingar og kurteisishjal og frakkarar. ahh, gaman að alhæfa.

semsagt, lífleg borg með ágætlega fallegum húsum og tiltölulega rólegum þjóðverjum (ekki of svissneskir).

annars erum við búin að fá fleiri heimsóknir hingað en maður átti von á. hingað flykkjast gamlir Erasmusfélagar úr Tékklandinu (heilir tveir hingað til) og auk þess hafa hingað komið 3 íslenskir októberfestarar úr lagadeildinni og ein uppkomin bankalögfræðigella, í bankalögfræðiferð.

***
það sem ég mun seint jafna mig á er þessi helvítis lokunartími á öllu í Evrópu. á morgun verður ekkert opið.

Lilja keypti hins vegar krossjant í niðursuðudós sem maður getur bakað sjálfur, 6 stk. á € 2,2.

sunnudeginum bjargað!

Engin ummæli: