Hvað er að gerast:

fimmtudagur, október 04, 2007

oui oui, skítugi frakki



skylduferð til Parísar hefur verið bókuð í allra-dýrlinga fríinu (Toussaint), 1.-4. nóv.

hótel-chambre í listamanna/bókalúða-latínuhverfinu: 56 €
vilji maður hafa "salle de bains et toilettes": 14 € í viðbót.


frábær síða sem mér var bent á, þar sem hægt er að finna hótel eftir Métró-stöðvum - við reyndum að finna eitthvað á temmilegu verði nálægt St. Paul, en St. Michel er víst ekki mikið síðri.


til að hafa við höndina, skelli ég hér inn nokkrum linkum og myndum af þessu drasli...

http://static.flickr.com/99/266033921_30d50e9f0b.jpg

http://perso.orange.fr/anthony.atkielski/RueHuchetteLarge.jpg

http://vlado.fmf.uni-lj.si/vlado/podstat/slike/april.03/S4115.jpg

http://ville.france.free.fr/paris2005/photos/maxi/DSCN6826.JPG

http://www.ukstudentlife.com/Travel/Tours/Paris/LatinQuarter/RueDeLaHuchette.jpg

http://www.stedentrippers.nl/i/m/630.jpg



á þessum myndum sést útsýnið niður af hótelinu Les Argonautes, og málverk af göttunni, rue de la Huchette.

“… the back of the hotel faces the Cathedral of Notre Dame, while the front faces Rue de la Huchette, a very lively street full of restaurants and bars. The metro St Michelle is just down the street, …”

gatan hljómar sérstaklega áhugaverð, sérstaklega gríski veitingastaðurinn fyrir neðan sem brýtur diska á götunni í nokkrum mæli, til að laða að túrhesta.


einn menningarvitinn hafði þetta að segja um bókabúðina, Sjeikspír og félagar, sem er víst ekki langt frá hótelinu:
þegar þú verslar þér bækur þarna, þá læturðu stimpla þær á forsíðu, að þær séu keyptar þarna, þá eykurðu verðgildið þeirra um helming a.m.k.
hins vegar ætlaði ég einvhern tímann að prófa sófann... en honum fylgir þó ákveðin óþægindi
eftir allan þennan óþjóðalýð sem hefur gist hjá honum (reyndar leigir hann líka út íbúðina fyrir ofan búðina) - þá eru einhverjar helv... flær sem allir fá sem gista hjá honum, en menn telja að það sé bara ákveðin eldskírn

Engin ummæli: