Hvað er að gerast:

föstudagur, október 19, 2007

þýska Amazon


þegar ég er í útlöndum þá kemur alltaf upp þetta íslenska sparnaðarkomplex - verð að kaupa fullt af drasli því það er svo mikið ódýrara en heima! spara

sérstaklega þegar maður bregður sér yfir til Þýskalands - allt svo ódýrt þar (þeir eru svo skipulagðir og nákvæmir).

hingað til hefur fataskápurinn fengið að stækka aðeins, ég hef keypt hjól, og allar þær bækur á ensku sem ég hef getað hugsað mér að lesa - nú langar mér í nýjan fínan gsm-síma þótt ég hafi enga þörf fyrir svoleiðis.
fór t.a.m. á amazon um daginn, skellti mér í Englische Bücher, og bara keypti eitthvað.

var kominn með ca. 10 bækur, en þarf að passa yfirvigtina:



"The Art of the Novel (Perennial Classics)"
Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 10,10



"Life Is Elsewhere"
Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 11,07



"The Street of Crocodiles (Penguin Twentieth-Century Classics)"
Bruno Schulz; Taschenbuch; EUR 11,07




"Ferdydurke"
Witold Gombrowicz; Taschenbuch; EUR 12,80



"Hotel Du Lac (Vintage Contemporaries)"
Anita Brookner; Taschenbuch; EUR 10,10

einhverra hluta vegna er Lieferung voraussichtlich (afgreiðsludagur) ekki fyrr en milli 29 Oktober 2007 og 5 November 2007. ég get beðið, 6 bækur bíða á náttborðinu og bókabúð fyrir neðan íbúðina.

[myndir: Michel Majerus, frægur Lúxemborgískur myndlistamaður sem bjó í Berlín og varð mjög successfúll eftir að hann dó í flugslysi 2002]

Engin ummæli: