Hvað er að gerast:

þriðjudagur, október 09, 2007

helvítis útlendingar í afgreiðslustörfum

það finnst mér ansi hart að vera í landi þar sem franska er opinbert sýslunar- og verslunartungumál, og geta ekki beðið um crossiant í bakaríi svo vel skiljist.

annað hvort þarf ég að beygja mig undir frönskuna, eða afgreiðslufólk að læra tungumál viðskiptavinnanna, þeir eiga nú að hafa rétt fyrir sér oftast nær.

ég: "ccshochhhjjant" silvúplei!
hún: "aah, cocciiiandt?"
ég: "wí wí, takk!" (hvað annað gæti ég verið að biðja um sem hljómar eins og kossjandt'?)
"drífðu þig bara aftur til Brittaníu, óhreini útlendingur" sagði ég svo pollrólegur við afgreiðslustúlkuna í bakaríinu, á yfirvegaðri íslensku, á meðan ég benti henni á laxasamlokuna sem mér langaði í.

af hverju getur fólkið hérna í Lúx ekki dröslast til að læra íslensku, mér finnst sem brotið sé á sjálfsögðum rétti mínum til þess að nota mitt móðurmál. það er bara eins og Ísland sé ekki lengur eina landið í Evrópu.

rosalega eru svona smjörhorn annars löðrandi, manni langar næstum því í dónöt til þess að vega upp á móti allri fitunni.

Engin ummæli: