Hvað er að gerast:

miðvikudagur, október 31, 2007

Strassborg, Tríer, Lúx

sósu-lestin? allsherjar samsæri sem rekur rætur sínar þúsundir ár aftur í tímann? eða bara ósköp venjuleg búrókrasía?




góðvinur minn hr. Hylmir Hyde kom í leynilega heimsókn á föstudaginn, í einum af síðustu flugunum með IExpresso til Lúx. í bland við stutt stopp í Trier, var ferðinni einkum heitið til Strassborgar að skoða Council of Europe, Mannréttindadómstól Evrópu og Evrópuþingið, en einnig að skoða þessa típýsku túristastaði í Lúx og ESB-byggingar dómstólsins, ráðsins, framkvæmdastjórnarinnar og þingsins.


myndirnar eru fengnar að láni frá Hilmi, sem er mikill júrídískur túristi.


fimmtudagur, október 25, 2007

stöðvið sumartímann

það er þessi tími ársins, nú færist maður einum tíma nær íslenska klukkutalinu (bezt í heimi).

það er mjög viðeigandi, því fyrir um viku síðan skall veturinn á, alltíeinu (búmm!), og flöktir nú í 0-10°C.

held ég fagni með því með poka af Ungpigebryster:

miðvikudagur, október 24, 2007

tannkrem í morgunmat


ólíkt Hugleiki, er Waldo, sem teiknar meðfylgjandi myndir, ágætlega fyndinn.

***

hann var á undan mér, útlendingurinn hann Martin, sem af einhverjum ósköpum er kallaður Halli, að fá sér lénið Hal.li - notaði það í að telja niður sekúndurnar í brúðkaup sitt og Connýar (sem er þroskaheft að því er virðist).

svo var það finninn sem stofnaði súpermarkaðinn Halpa-Halli, eða Halli hjálpa!

mánudagur, október 22, 2007

og þá voru eftir tíu

"Bókin um negrastrákana kom fyrst út árið 1922 og vakti mikla athygli enda ein af fyrstu barnabókunum sem gefnar voru út hér á landi. Myndirnar eru eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg og Gunnar Egilson þýddi og staðfærði textann."

gaman að endurútgáfunni - kr. 2490.- er reyndar fullmikið fyrir jafn stutta og einfalda bók í 3. útgáfu.mjög viðeigandi að gefa bókina út á sama tíma og hin nýja pólitískt réttsýna biblía kemur út.
hér er þýðingin hans Gunnars, af liliana-on-ice.blogspot:

Tíu litlir negrastrákar

Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu.
Einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta.
Einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta.
Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geispum
en þá voru eftir sjö.

Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex.
Einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm.
Einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.

Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir.
Einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.

Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr.
Ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.

Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir.
Einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.

Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn.
Annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn.

Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama.
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.

Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó.
Ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.
ein af upprunalegu útgáfunm mun m.a. hafa verið alloft gefin út af W. Butcher & Sons, London (1870-1906), hún er svona:

Ten little nigger boys went out to dine

Ten little nigger boys
went out to dine;
One choked his little self,
and then there were nine.

Nine little nigger boys
sat up very late;
One overslept himself,
and then there were eight.

Eight little nigger boys
travelling in Devon;
One said he'd stay there,
and then there were seven.

Seven little nigger boys
chopping up sticks;
One chopped himself in half,
and then there were six.

Six little nigger boys
playing with a hive;
A bumble-bee stung one,
and then there were five.

Five little nigger boys
going in for law;
One got in chancery,
and then there were four.

Four little nigger boys
going out to sea;
A red herring swallowed one,
and then there were three.

Three little nigger boys
walking in the Zoo;
A big bear bugged [hugged] one,
and then there were two.

Two little nigger boys
sitting in the sun;
One got frizzled up,
and then there was one.

One little nigger boy
living all alone;
He got married,
and then there were none.


einnig er til "ljótari" útgáfa, sem má líklega rekja til bókar Agöthu Christie sem (nú) heitir "And then there were none" - þar endar vísan á aðeins sviplegri hátt:

One little Indian boy
left all alone;
He went out and hanged himself
and then there were none.

(upprunalega nigger boy, síðan indian boy og loks soldier boy)

franskur ... bjór?

ég hálf skammast mín fyrir það, en um helgina drakk ég tvo biére blonde, sem framleiddir eru í Frakklandi.

ég hefði auðvitað aldrei keypt þá, vitandi að þeir væru franskir, enda hef ég óbeit á öllu frönsku.

þessir tveir voru hins vegar ágætir, líklega bruggaðir svona nálægt Þýskalandi - sérstaklega get ég mælt með biere de l’agriculture biologique bjórnum Haute Yutz frá Ueberach.

mjög milt bragð en rík fylling, ekki of sætur og skilur ekki eftir þetta súra bragð sem oft vill verða með hvítbjóra.


hún stendur upp úr liðinni helgi vínsmökkunin hjá Alice Hartmann í Wormeldange, Lúxemborgsmegin í Mósedalnum á laugardaginn. http://www.alice-hartmann.lu/alice/en/div/kontakt.php
(gæjinn vinstra meginn á myndinni var með kynninguna)

vínkynningin var reyndar á frönsku, en góðir vinnufélagar snöruðu henni jafnóðum yfir á skiljanlegri tungumál.

til smökkunar var hreint prýðilegt freyðivín og nokkrar tegundir af vino blanc, allt frá all súrum vínum úr bestu brekku Mósedalsins (fyrir neðan kapelluna á myndinni - heitir Chapelle) og upp í dísæt eftirréttarvín.

við Lilja fórum milliveginn og keyptur tvær flöskur af hinu mjög fína Terrasse, sem ræktað er í syllunum neðst á myndinni.
***

athyglisvert: þeir sem vinna með skóla fá betri einkunnir skv. jp.dk, grensan er við ca. 20 tíma á viku.

ég held að það sé varla orsakasamband þarna á milli - fólk sem ekki vinnur með námi er einfaldlega latara almennt.

föstudagur, október 19, 2007

þýska Amazon


þegar ég er í útlöndum þá kemur alltaf upp þetta íslenska sparnaðarkomplex - verð að kaupa fullt af drasli því það er svo mikið ódýrara en heima! spara

sérstaklega þegar maður bregður sér yfir til Þýskalands - allt svo ódýrt þar (þeir eru svo skipulagðir og nákvæmir).

hingað til hefur fataskápurinn fengið að stækka aðeins, ég hef keypt hjól, og allar þær bækur á ensku sem ég hef getað hugsað mér að lesa - nú langar mér í nýjan fínan gsm-síma þótt ég hafi enga þörf fyrir svoleiðis.
fór t.a.m. á amazon um daginn, skellti mér í Englische Bücher, og bara keypti eitthvað.

var kominn með ca. 10 bækur, en þarf að passa yfirvigtina:



"The Art of the Novel (Perennial Classics)"
Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 10,10



"Life Is Elsewhere"
Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 11,07



"The Street of Crocodiles (Penguin Twentieth-Century Classics)"
Bruno Schulz; Taschenbuch; EUR 11,07




"Ferdydurke"
Witold Gombrowicz; Taschenbuch; EUR 12,80



"Hotel Du Lac (Vintage Contemporaries)"
Anita Brookner; Taschenbuch; EUR 10,10

einhverra hluta vegna er Lieferung voraussichtlich (afgreiðsludagur) ekki fyrr en milli 29 Oktober 2007 og 5 November 2007. ég get beðið, 6 bækur bíða á náttborðinu og bókabúð fyrir neðan íbúðina.

[myndir: Michel Majerus, frægur Lúxemborgískur myndlistamaður sem bjó í Berlín og varð mjög successfúll eftir að hann dó í flugslysi 2002]

fimmtudagur, október 18, 2007

Coca Cola Blāk

mmm, la fusion unique de Coca Cola et d'extraits de café - snilldar hugmynd myndi maður halda.

nei, goslaust kók með kaffilíkiskrafti er ekki að gera sig, útlitið á álflöskunni er kannski það skásta við þetta.

botninum er vonandi náð í þessum orkudrykkjum.

***

hins vegar er jólabjórinn kominn í búðir, mmm noël.

btw, hér búa og vinna samtals um 130 þúsund manns - úrvalið í matvörubúðunum er með mestu ágætum, álagningin frekar lág, og lítið um að fólk sé blindfullt allan daginn, ekki einu sinni krakkarnir.

miðvikudagur, október 17, 2007

Munch öskrar öfugur í gröfinni

það getur verið fjör að gera myndaleit á mismunandi tungumálum.

dæmi um þetta er mynd Eðvarðs Munchs, Öskrið / Skriget / Le Cri / The Scream /Skrik / De Schreeuw /Krzyk / L'urlo / O Grito, en serían sú arna hefur haldið áfram að vaxa á síðari tímum:














til að finna mismunandi heiti á fyrirbærum, má m.a. nýta sér wikipediu, finna t.d. http://nn.wikipedia.org/wiki/Skrik og smella einfaldlega á næsta tungumál.