Hvað er að gerast:

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Conference of European Constitutional Courts

einhver heyrt um samtök evrópskra stjórnlagadómstóla? nei?

ráðstefnur eru haldnar á 3 ára fresti og meðlimir eru stjórnlagadómstólar eða sambærilegir dómstólar 39 Evrópuríkja.

heimasíða samtakanna.
listi yfir ríki.

Holland, Finnland, Svíþjóð, Ísland, Bretland og Grikkland og e.t.v. nokkur ríki í viðbót hafa ekki enn gerst meðlimir.

***

Hrannarinn er kominn og við höfum verið á listasöfnum, bókabúðum, börum og bókasöfnum síðustu 2 daga. á háskólabókasafninu í Fjólustræti hittum við í dag ónefndan lagaprófessor, sem bauð okkur í kaffibolla á kaffihúsinu/bókabúðinni á móti safninu.

dagin áður á sama kaffihúsi/bókabúð keyptum við 590 bls. doðrantinn Legal Essays - Festskrift til Frede Castberg frá 1963.
fremst í Tabula gratulatoria eru
Hans Majestet Kong Olav V
Ásgeir Ásgeirsson, Islands president
aðrir Íslendingar sem finna má í tabúlunni eru m.a. Bjarni Ben (sem einnig á grein í ritinu), Bókasafn HÍ, Ármann Snævarr og Sakadómur Rvk.
... bókin kostaði 10 kr. danskar.

***

myndin hér hægra megin tengist umfjöllunarefni þessarar færslu hugsanlega!

sunnudagur, janúar 21, 2007

10 árum of seint

þá er kallinn kominn með fax! loksins! það virkar þannig að í Seattle, Washington er mótteknu faxi breytt í myndir og þær þvínæst sendar á tölvupóstfang mitt.
sendið mér því endilega línu á númerið mitt (00) 1-206-202-4341.

k7.net fyrir þá sem vilja prufa að fá sér fax-númer.

***

annað sem er ansi seint á ferðinni: það er byrjað að snjóa hérna - var að taka þessar myndir.

***

já og talandi um seinkanir, ég sá ekki betur en að Spaugstofan hafi verið fyndin á laugardaginn. plebbaveislurnar, málþófsmálin, Byrgið ... lol eins og sagt er.

betra er seint en aldrei - eða er ég kannski að verða svona gamall að Spaugstofan er orðin fyndin?

the cat ate my computer mouse

jæja við fórum loksins á Glyptotekið og Hviids Vinstue, 2 merkustu staði borgarinnar, áðan.
15 söfn eftir á listanum, og nokkrir barir. sérstaklega langar mig á fílinn og músina á Nörregade - minnsta bar Hafnar.

í öðrum fréttum er að ég drakk í gær grænlenskan jólabjór, úr vatni sem hafði verið frosið í 180.000 ár áður en bruggað var úr því. hann var virkilega góður og alveg þess virði að pung'út 35 kr. fyrir honum á útsölu í Nettó (sjá fyrir og eftir myndir). þetta var dökkur 5% bjór með ávaxtakeim, minnti mikið á belgískan "munkabjór" - mér er það algerlega óskiljanlegt að Grænlendingar ætli að binda framleiðslu hans við jólavertíðina eingöngu.







hér er annars farið að kólna, og því gott að þurfa að hanga inni við ritgerðarskrif.


það er í raun búið að vera haustveður í Khöfn síðan um miðjan október og hefur verið tilvalið að fara í rómantíska hjólatúra um borgina - hér eru garðar út um allt í nágrenninu, í görðunum vötn og á vötnunum endur, sem þiggja brauð gærdagsins með þökkum.
vil deila með ykkur fallega laginu Kóngulóarinnar Vefur e. Kötu Melúa.

föstudagur, janúar 19, 2007

... but through the back door as usual


þema þessa þvaðurs eru fánar!
mér finnst alveg merkilegt að Dannebrog (í. dönsk föt) sé elsti þjóðfáni jarðar sem enn er í notkun - danskurinn hefur vit á tímalausri hönnun.

frá Pápa mínum:

Átta ára gamall var Hermann í tíma í Vesturbæjarskóla þar sem eftirfarandi samtal átti sér stað:
Kennarinn: Allir sem eru KR-ingar rétti upp hönd.
(Allir nema Hermann teygðu sig til himins.)
Kennarinn: Hvað er þetta Hermann!! Ertu ekki KR-ingur?
Hermann: Nei, ég er Valsari þar sem báðir foreldrar mínir eru Valsarar.
Kennarinn: Það er ekkert annað, segjum sem svo að báðir foreldrar þínir væru hálfvitar hvað værir þú þá?
Hermann: Þá væri ég líklegast KR-ingur.

***

hið íslenska OC á Panama.is er líka ferlega fyndið. tengil þangað fann ég hjá sniðugri stelpu [snilldur.blogspot] sem þar skrifar.
á panama er enn fremur viðtal við Berg Ebba, út af hljómsveitinni hans hvers meiktónleikum ég missti af sökum lesstofudvergs.
ekki jafnframt, en framarlega þó er þessi gullmoli á sömu síðu:
Þegar Elton var aðlaður fyrir að endurvinna gamalt lag um heimska blondínu (Candle in the wind) sagði Johnny Rotten [úr Ex-Pistols]: "Old fatty finally made it - but through the back door as usual."
***

í fréttatilkynningu um stjórnanda nýstofnaðs stjórnsýslusviðs Ríkislögreglustjóra segir að hann hafi starfað sem lögreglumaður "[á] námsárum og samhliða námi [...]"
sjálfur hef ég starfað við ýmislegt samhliða námi, en enga vinnu stundað á námsárunum - eða, bíddu ... meikar það vit?

***

Leti, tímaskortur og hugleysi -> höfuðsyndirnar þrjár í öllum fræðum.
- úr ónefndu msn samtali mínu við fræðimann.

[...] they that observe their differences and dissimilitudes, which is called ‘distinguishing’ and ‘discerning’ and ‘judging’ between thing and thing, in case such discerning be not easy, are said to have a ‘good judgment;’ and, particularly in matter of conversation and business, wherein times, places, and persons, are to be discerned, this virtue is called ‘discretion.’ The former, that is, fancy, without the help of judgment, is not commended as a virtue; but the latter, which is judgment and discretion, is commended for itself, without the help of fancy. Besides the discretion of times, places, and persons, necessary to a good fancy, there is required also an often application of his thoughts to their end, that is to say, to some use to be made of them.
- Hobbes, Leviathan - VIII. kafli.

það eru einhver tengsl þarna á milli, þótt ég sé ekki viss um hver þau eru. ætli það hefði verið gaman að tala við Hobbes á msn? - hann er svo óskýr á stundum.


miðvikudagur, janúar 17, 2007

leiðarbók morðingjans um Æsland

'Callum looked out over Reykavik, its colourful dolls' houses snuggled together, their rooftops so sharp and precise against a blue screen sky. He loved this daft capital, this gale-blown toy town with whalebones under its flagstones ...'
He has fled his native Glasgow to make a fresh start in Iceland with Birna Sveinsdottir, the pretty glaciologist who is slowly thawing his heart.
He has moved in with Birna, her indomitable mother (who happens to believe in fairies) ...

eftir að hafa gluggað aðeins í þessa bók í Svíþjóð er ég fullviss um að mér langi ekki að eyða neinum teljandi pening eða tíma í hana. kaupi hana e.t.v. á skransölu eftir 10 ár.


sú staðreynd að ég hef síðan á jólunum byrjað á og hætt að lesa 4 bækur af þeim 6 sem ég hef hafið lestur á, segir þó e.t.v. meira en mörg orð um hæfni mína til að velja athyglisverðar bækur.




Lilja er að lesa danska þýðingu af Shopaholic in New York - og skrifar niður dönskupunkta til að nota í búðunum
jeg vil gerne pröve dem i störrelse ni og trædive.

***

mmm.. sósíalismi
dundaði mér í gær við að búa til safnid.blogspot.com/ - lista yfir söfn hér í nágrenninu sem hægt er að heimsækja ókeypis - sum alla daga, önnur einn dag í viku. ekki að það sé voðalega dýrt að heimsækja söfnin þegar þau rukka inn, en ég sé fram á að spara heilmikið ef ég heimsæki bara nógu mörg söfn á sem stystum tíma.

***

Many people are desperately looking for some wise advice which will recommend that they do what they want to do.

skuggar á skýjunum

jæja þá er það Danamörk aftur.

mótvindur í flugtaki en sólin skein á Karlsþorpsflugvelli við lendingu - vandamálin eru til að leysa þau.

prísa mig sælan fyrir að hafa lent í mestu snjóþyngslum í Rvk í 13 ár, á meðan óveður drap mann og annan í Skandinavíu. það var samt orðið aðeins of kalt og fínt að koma aftur hingað í Austurbrú í 6°C.

***

svo virðist sem að töfrarnir séu endanlega farnir af almennu farþegaflugi fyrir mér. aldrei hafa hellurnar verið jafn sársaukafullar, vindurinn sem kom inn um gatið við gluggann jafn napur eða flugfreyjurnar jafn hrokafullar.

auk þess var þetta allt of langt flug - ekki bað ég um að flogið yrði yfir Þórshöfn og Stavanger!

muna að kjósa Á. Johnsen svo við fáum þessi margumræddu jarðgöng milli (megin)lands og eyju (Ísland).

***

þessir amatörar á Vísindavefnum - að svara spurningu um orðtiltækið "sorry Stína" án þess að minnast á svarið "ok Palli" ???
það er líka fáránleikinn uppmálaður þegar þeir birta spurningu og gleyma að svara henni, sbr. spurningin hvort sé réttara hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur.


***

stefnan er tekin á að nota íslenska orðið so meira í staðinn fyrir svo.
ég er so ofboðslega þreyttur.

svo verður því hér eftir aðeins notað í merkingunni síðan - og svo datt ég.

:: thank you so much, du er dejlig yndig, kjær og sød ::

laugardagur, janúar 13, 2007

schmevolution

Íslendingar eru almennt sáttir við þróunarkenninguna skv. könnun frá 2005, jafnvel bara manna sáttastir:






Google Translate verkar bara svona ágætlega þegar það þýðir úr frönsku yfir í ensku, eins og ég komst að raun um þegar ég þýddi þetta yfir í þetta.

Les preuves dérivées de celles qu'on été obtenues en violation des droits fondamentaux sont frappées de la même sanction d’irrecevabilité.

eða

The evidence derived from those which one obtained in violation basic rights are struck same sanction of inadmissibility.


mikið er tæknin yndisleg...

föstudagur, janúar 12, 2007

búðin í götunni

Stúdentakjallarinn á sunnudaginn kl. 20:

Að lokum sínum [sic] við tékknesku óskarsverðlaunamyndina Obchod na Korze (The Shop on Main Street, 1965) e. Jan Kádar og Elmar Klos. Þetta er tragikómísk mynd um hálfgerðan aula sem er skipað að gerast arýskur [sic] "yfirmaður" búðar sem gömul gyðingaekkja rekur. Myndin endurspeglar yfirráð kúgunarstjórnar nasista en hún er einnig gerð á hápunkti sovéskrar stjórnar í A.-Evrópu. Myndin fékk ekki bara óskar sem besta erlenda mynd, heldur einnig tilnefningu fyrir bestu leikkonu (Ida Kaminska sem gamla ekkjan).

þetta er reyndar slóvakísk mynd, ekki tékknesk (tékkóslóvakísk ef menn vilja vera nákvæmir) - hún gerist í smábænum Sabinov, sem ég heimsótti í júní sl., ég var plataður til að sjá leikrit sem gert er eftir myndinni þegar ég var þar - þá voru 40 ár liðin frá því myndin fékk óskarsverðlaun og hátíðarhöld í bænum. ég skildi leikritið ágætlega þrátt fyrir slakan skilning á slóvakísku, falleg og átakanleg saga.
Sabinov er annars þekktur fyrir einstaklega gott jógúrt, og þess má geta að búðin sem myndin gerist í var nýlega breytt aftur í leðurvöruverslun, líkt og var þegar myndin var tekin þar upp.

***

The LB
ég er búinn að vera á Lögbergi í gær og í dag - æðislegt að hitta gömlu vinina, manni líður strax eins og heima hjá sér.
í kvöld er stefnan jafnvel tekin á laganemakokkteil.

***

smá entrapment grín
State v. Powell ‘86: Drunken decoy – lögreglutálbeita lagðist í fósturstellingu á jörðinni og þóttist vera áfengisdauð, með veski hangandi út úr rassvasa – skapaði að mati Hæstaréttar Hawai “a substantial risk that [theft] would be committed by persons other than those who [were] ready to commit it”.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

så glad for min cykel

jæja þá er komið að stóru 7 daga ferðinni heim til Snælands. forseti Hæstaréttar var eitthvað búinn að tala um að sækja mig á morgun kl. 14:35 á KEF. ég ætla að láta á það reyna hvort túnfissamloka teljist til vökva hjá öryggisgæslu Kastrup.
hér er 10° C í miðjum mildastasta vetri í danskra manna minnum og ég geri ráð fyrir því að veðrið batni á Snælandi með komu minni.

***

eins og Carl Sagan sagði eitt sinn um hugsanlega tilvist geimvera: "Absence of evidence is not evidence of absence."

***

ég og Lilja löguðum frúarhjólið mitt (Litlu Láru) fyrir ekki svo löngu, en það hafði verið frá vegna tvísprungs mestan hluta desembers. af því tilefni datt einhverjum í hug vísa (cykel sangen):

Jeg er så glad for min cykel
jeg kommer hurtig langt omkring.
Og det er fordi på min cykel
der går det let som ingen ting.

På cykel kan men være, en cowboy på sin hest
og svinge sig i sadlen, som i det vdilde vest.

Jeg er så glad for min cykel
jeg kommer hurtig langt omkring.
Og det er fordi på min cykel
der går det let som ingen ting.

Og vil du lege speedway, er cyklen helt i top
du brummer lidt med munden, og speeder motoren op.



***

skemmtileg upptaka sem Eva sendi mér - "american way of love".

mánudagur, janúar 08, 2007

captain's log, spidermental

myndir af köngulóarvefjum köngulóa á skynvilluefnum og frábært myndband.

á maríjúana búa þær til hengirúm, eins og við sjáum á myndbandinu en á koffíni sveifla þær sér fram og til baka, fram og til baka. krakk kókaín köngulóm finnst vefun vera fyrir ' sucka´s', þær bíða þar til koffínköngulærnar eru örmagna og skjóta þær í hausinn (e. pop a cap in their ass).



***

(HL) Kearley 1992: lögreglumenn í UK gerðu húsleit að fíkniefnum hjá K en fundu ekki teljandi magn.
á meðan á leitinni stóð bárust fjölmörg símtöl og heimsóknir frá mönnum sem voru á höttunum eftir efnum.
vitnisburður lögreglumannanna um þessa atburði var ekki útilokaður af heresay-reglunni (vitnisburður um frásögn annarra), en ekki var talið ómögulegt að aðrar skýringar væru á hringingunum og heimsóknunnum, t.d. gæti þetta hafa verið grín vina K.

sunnudagur, janúar 07, 2007

hálf-poppað popp!

nörd:
ég fíla StarTrek, og þori að viðurkenna það. þótt í grunninnn sé þetta f.o.f. vísindaskáldskapur þá er gaman að horfa á hvernig þættirnir takast á við hugtök á borð við stríð og frið, forræðishyggju, heimsvaldastefnu, mannréttindi, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna o.fl.

þótt BattleStar Galactica séu sínu mun óvitsmunalegri þættir, þá hef ég mjög gaman af sögunni endalausu um þessa mennsku eftirlifendur stríðs sem þurrkað hefur út stærstan hluta mannkyns (í þeirra stjörnukerfi) og leit þeirra að plánetu sem kölluð er "Earth".
í þáttunum, sem eru endurgerð seríu frá 7. áratugnum, er trúarlegur undirtónn og áhugaverðar spurningar eru teknar fyrir, t.a.m. um tilfinninga- og trúarlíf vélmenna. í upprunalegu seríunni var mikið um hasar, karllægni og ameríkanisma og frá þessu hefur lítið verið brugðið. hins vegar hafa framleiðendurnir tekið upp á því að hafa jafna hluti kynjanna í þáttunum, þannig að mörg aðalhlutverkin, þ.á m. hlutverk drykkfellda, vindlareykjandi aðaltöffarans Starbuck, eru í höndum kvenna.
ég hafði hugsað mér að kaupa seríu 2 af þáttunum, en þegar ég komst að því að verðið væri 700 DKK þá var ekki annað í stöðunni en að verða sér úti um tölvutækar upptökur af þeim frá öðrum áhugamönnum.

bara til að taka það fram þá er StarWars mesta drasl í geimi - vitsmunasnautt tyggigúmmífyrirbæri, útþynnt kjaftæði um baráttu góðs og ills, prinsa og prinsessur í geimnum og í stuttu máli algert prump.


sérstakt:
þannig er að ég er í hópi þeirra afar fáu sem vita ekkert betra en hálf-poppuð popp-maískorn (maísbaunir). kornin eru stökk undir tönn og þétt í sér - mun betri en maís sem hefur poppast.

það var ekki fyrr en í dag, á meðan ég horfði á BSG og reyndi að veiða þennan ópoppaða, opnaða fagnað uppúr skálinni, sem mér datt í hug að gúgla fyrirbærinu. það hlytu að vera fleiri sem þætti þetta gott.

og viti menn, á netinu fann ég bæði verslanir sem selja þetta í pokavís og myndband sem sýnir hvernig má búa til heilu bílfarmana af ópoppuðum maís! því ber að fagna!

laugardagur, janúar 06, 2007

obsessive writing syndrome

ritgerðarskrif eru byrjuð á fullu. við heimildavinnu rekst maður oft á mikla gullmola, hér eru tveir úr bókinni Understanding Evidence sem ég tók á bókasafninu í gær:

[um sönnunarfærslu í dómsmálum] 'Truth is seen as emerging from [...] counterpointing accounts. It is a "fight" model rather than scientific invegstigation by a disinterested adjuciator'
bókin er fín lesning, en höfundur segist hafa þjáðst af 'obsessive writing syndrome' þegar hann vann að henni og í formála segir
'It was a serious mistake to stop smoking during the writing of this book'

***

það er ekkert lát á blíðviðrinu hér í K-höfn. kartöflur eru farnar að spíra, rottustofninn nýtur hitans, hér fyrir utan eru kóngulærnar iðnar sem aldrei fyrr.

las í hverfisblaðinu Österbro avisen að maður hefði fundist dauður á Strandboulevarden hér rétt hjá. fyrst var talið að keyrt hefði verið á hann en þegar þeir fundu dæld í bíl fyrir neðan opinn gluggann í íbúðinni hans og lyklana, jakkann og veskið hans inni í íbúðinni, var afráðið að hann hafi fallið. hann hefur líklega viljað fá sér sígarettu áður en hann færi að sofa eftir djammið.

***

nýlega voru veitt árleg verðlaun fyrir heimskulegar leiðbeiningar, og sigurvegarinn var merkimiði á þvottavél þar sem sagði:
High Speed Spin Do not put any person in this washer.

ég las áðan lýsingu á því hvað gerist þegar maður tekur snúning í þvottavél:
innan sekúndna eru kraftarnir orðnir svo miklir að maður getur ekki hreyft hendurnar til að opna lúguna. stuttu seinna getur maður ekki andað og strax á eftir er allt blóðið farið úr hausnum og maður missir meðvitund.
meðvitundarleysið er í raun blessun því á innan við mínútu hefur húðin á baki manns rofnað og allt blóð og gall og annað dælist út úr líkamanum. það eina sem verður eftir eru bein og drulla.

föstudagur, janúar 05, 2007

Kaupthing


klikkið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
höfundur er mér ókunnur

mér finnst þetta miklu fyndnara en John Cleese auglýsingin, þessi eina sem ég hef séð.

kvennasjóður


það þarf sterkar hreðjar til að horfa á þetta íslenska Herbalife myndband til enda. ég gafst upp eftir aðeins örfáar mínútur. þessu fólki, sem svo ómaklega er uppnefnt hin íslenska Borat fjölskylda, er mikil vorkunn.

***

af 7 málum sem framkvæmdastjóri VG nefndi áðan á póstlista femínistafélagsins sem hluta af stefnuskrá flokksins, svelgdist mér einungis á við lestur tveggja:
"[3] heimildir jafnréttisstofu til að far [sic] inn í fyrirtæki og afla upplýsinga um kynbundinn launamun,"
haha hoho ... já ... ég veit ekki hvort eitthvað þarf að segja um þetta? ég sé fyrir mér dómarann sem fær þessháttar húsleitarheimild inn á borð til sín.
er virkilega til fólk í heiminum sem heldur að það þurfi að brjóta með þessum hætti gegn fyrirtækjum og starfsfólki þess til þess að sannleikur um launagreiðslur fyrirtækisins verði leiddur í ljós? af hverju hefur ekki verið gert meira grín að þessum flokki - með fólk sem skrifar svona innanborðs?


"[7] bætt verði starfsumhverfi kvennahreyfingarinnar á Íslandi"
hvaaað er þetta lið að reykja? við gúgl má finna þingsályktunartillögu Kollu Halldórs og Þuríðar Batmansdóttur um þessar bætur á "starfsumhverfi kvennahreyfinga", sem þrátt fyrir nafnið virðist ekki einskorðað við "kvennahreyfingar":
a) hún gengur að sjálfsögðu út á að eyða peningum, þ.e. stofna sjóð, væntanlega á hann (kvennasjóðurinn) að koma úr ríkis-sjóði - til að styrkja allt* það starf sem "miðað getur að jafnari stöðu kynjanna" og senda þetta sama fólk til útlanda.
b) í öðru og síðasta lagi á með tillögunni að koma á "beinum tengslum" allra* þeirra sem hafa starfa sem "miðað getur að jafnari stöðu kynjanna" við íslensk ráðuneyti.
{* hvers konar starf félagasamtaka, hópa og einstaklinga}

þetta finnst mér svo mikið bull að ég trúi því ekki að fullorðin manneskja geti látið svona lagað fara frá sér. af ræðu Kolbrúnar virðist sem tekið hafi verið með jákvæðum hætti í þessa tillögu þegar hún hefur verið lögð fram áður - væntanlega vill enginn vera sakaður um rembu eða karllægni, en ég vil bara ekki trúa því. þetta er svo heimskulegt á allan hátt að þetta gæti verið brandari - lélegur skets hjá Spaugstofunni.

hin málin voru ágætra gjalda verð - en það er erfitt að líta fram hjá svona bilun.

ég get ekki beðið eftir að VG losi sig við þetta útúrklikkaða pakk - mér líst nefnilega vel á flest yngra fólkið sem hefur fundið sér bólfestu þarna. ég myndi samt þurfa að fullvissa mig um að peningunum mínum yrði ekki sólundað með hlutum eins og stofnun kvennasjóðs áður en ég kýs VinstriGrænt.

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

gleðilegur janúar

get ekki mælt nógu mikið með Black Books, sem finna má á tv.peekvid.com - yndislegir þættir. ég hef mig þó grunaðan um að vera með eilítið bæklaðar hláturstöðvar, því mér fannst Skaupið 90% ekki skemmtilegt þegar ég kom heim kl. 6 á nýársmorgun (áfengið hjálpaði til við þessi 10% sem voru fyndin), og Borat ekki heldur í nýársþynnkunni.




sá í fréttum að vont veður hafi riðið yfir á nýársdag. er ekki frá því að ég hafi vaknað við það og sofnað svo aftur. nýárið er búið að vera fínt.


þjóð Svía sótt heim á morgun, Ystad og Malmö
óska Saddam til hamingju með að vera dauður. ég er jafn furðu lostinn og aðrir á því að ríkisstjórn Íslands og SÞ hafi ekki fordæmt aftökuna, eins og þessir aðilar eru nú duglegir að fordæma aftökur almennt, annarsstaðar í heiminum.
já - hengingin kom eflaust í veg fyrir að fjölmargir glæpir hans gegn mannkyninu yrðu upplýstir, hann var búinn að vera svo samvinnuþýður hingað til - einmitt.

átti hann ekki annars syni sjö, sjö syni átti Saddam - við getum kannski spurt þá hvaða fleiri mannillskufræjum hann sáði, hann sáði?