heimsóknir og heimskulegar fréttir
Rún og Hrannar hafa verið hér í heimsókn og við höfum náð að mála lítinn part af Khöfn rauðan, hvítan og bláan. veðrið er að vísu búið að vera kalt, vindasamt og með skúrum á milli, en það er e.t.v. ekkert til að skammast sín yfir, ef þessi mynd af Vísi.is af íslenska nóvemberveðrinu er eitthvað til að dæma eftir.
bjórdrykkja hefur verið nokkur og við skötuhjúin erum búin að fara með þeim skötuhjúunum á 2 afbragðs veitingastaði, Spiseloppen (stolt Stínu) og Peder Oxe í miðbænum. jólabjórs-, hvítvíns-, rauðvíns- og fjallagrasaáfengis-legin helgi, og er það vel.
þau hafa verið að þræða söfn og sögufræga staði bæjarins á daginn, á meðan undirritaður hefur hangið heima mestmegnis og þóst verið að skrifa ritgerð í ECHR - þetta verður grundvallaryfirlit yfir eitt af mest spennandi álitaefnum mannréttindaréttar, á 5-7 bls.!
annars virðist öruggt að við Lilja komum ekki heim um jólin, heldur kíkjum í staðinn í heimsókn á Klakann um eða eftir áramót. auk dansks jólamatar og undirbúning lokaritgerðarskrifa sé ég fyrr mér að við látum verða af því að skoða þessa blessuðu borg almennilega og kíkjum kannski yfir sundið til Svíþjóðar. það verður áhugavert að sjá hvort við ráðum við að halda jólin alein í úglandinu.
2 ummæli:
Sniðugt hjá ykkur að prófa eitthvað nýtt um jólin. Þín verður samt saknað yfir kalkúninum á aðfangadag Halli minn! :)
mun sakna ykkur líka, og kalkúnsins með Palla-fyllingunni.
sakna ykkur miklu meira en fuglsins að sjálfsögðu ...
Skrifa ummæli