Hvað er að gerast:

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

regnbylur

* það er allt á kafi hérna - í rigningu.

* enn er góður slatti af trjám sem ekki vill viðurkenna ósigur sinn gagnvart haustinu. það er reyndar komið þannig veður núna að hægt er að kæla bjórinn út'á svölum.
* þarf að prufa þetta tyrkjakóla sem Magga sagði mér að fengist á betri kebabstöðum.

***
jólin mín byrja ekki í desember, með fullri virðingu fyrir vælukjóunum sem sett hafa upp þennan bjánalega borða á bloggið sitt. dönsk jól virðast reyndar vera látlausari en þau íslensku - kannski meira verið að fagna fæðingu frelsarans hér en heima.
***

stúlkurnar hérna á lesstofunni eru furðu huggulegar margar hverjar. Geiri var að segja mér að þær stunduðu margar fylgdarþjónustu til að halda uppi háum lífsstandard lagastúdína - ég er ekki frá því að þær séu hér bæði í lærdómi og atvinnuleit.

Engin ummæli: