Hvað er að gerast:

laugardagur, nóvember 25, 2006

erfitt að vera til

ég var að tala við stelpu frá Nýja-Sjálandi - vinkonu hennar Evu. hún útskýrði fyrir mér þetta með Sjáland (þar sem ég bý) og New-Sjáland - hverjum hefði dottið í hug að þarna væru einhver tengsl? :P

henni fannst skrítið að hér væri nánast aldrei gefin hæsta einkunn - Í NZ væri það ekkert óeðlilegt. seinna las ég grein í blaði um að danskir stúdentar komist ekki inn í virta háskóla útí heimi (topp 100 einhver?), vegna þessa.

er þett'ekki eins heima?

***
ég las leiðinlega bók um Köben um daginn - Borgin við sundin. það eina skemmtilega í henni var ljóð e. Bjarna Thorarensen, Íslands Minni - sem byrjaði á orðunum
Leiðist oss fjalllaust frón, fær oss oft heilsutjón ...
og fjallar um Danmörku og Íslandssöknuð.

... finn þetta ljóð ekki á netinu, kópera þetta einhvern daginn hingað í fræðsluskyni.

en þegar ég gúglaði ljóðinu fékk ég lista (pdf) yfir Lesbókargreinar í Mogganum 2003 - þar eru nefndar hlið við hlið:
1. Helgi Hallgrímsson: Leiðist oss fjalllaust frón. Um „Ár fjalla“, 3. tbl. bls. 6.
2. Helgi Haraldsson: Íslandsvíma í Tékklandi. Um ritið Sögu Íslands, 10. tbl. bls. 11.

tilviljun?

myndirnar í þessari færslu eru fengnar í láni frá cafepress.com og eru sýndar hér í fræðilegum tilgangi, í sambandi við umfjöllun um líðandi stund og ekki í fjárhagslegu ábataskyni.

2 ummæli:

Marghuga sagði...

Berlín er líka frekar flöt. Íslands söknuður er samt ekki rökréttur. Langar mig virkilega til að vera heima í -5°C og þurfa alltaf að bíða 20-30 mín eftir strætó...?

Kv Maggamarghuga

Halli sagði...

sammála.

tek rigninguna og hjólatúrana fram yfir kaldan bíl / lélega afsökun fyrir almenningssamgöngur Íslands.


... ljóðatilvitnanir mínar eru ætlaðar sem framlag í Danmörkur-bashing - sem er þjóðarsport eins og við vitum öll - en ekki kall á hjálp.

ég hef það fínt. samt ekki jafn fínt og magga sem vinnur með öpum! haha