Hvað er að gerast:

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

sumt fólk!

mér finnst:

... að allir ættu að nálgast snilldarþáttinn Sigtið annaðhvort á skjarinn.is eða podcast.is (fyrsti þátturinn er reyndar horfinn af skjarinn.is og podcast.is vill ekki virka í Firefox og getur því átt sig).

... að menn ættu að taka eftir því hverjir eru a) aðaltökumaður og b) aðstoðartökumaður í Sigtinu. að öðrum þátttakendum í þáttunum ólöstuðum þá eru þetta bestu mennirnir þar - mjög góðir vinir mínir og stabílir gæjar. þeir heita líka bara 2 nöfnum.

... eitthvað stabílt og traustvekjandi við það að heita bara 2 nöfnum. sjáið bara allt fólkið sem heitir 3 nöfnum: Georg W., Magnús Þór, Davíð Þór, Jón Ásgeir, Jón Steinar, Kim Jong-il.

... Davíð Þór radíusbró, sem er rísandi stjarna á internetinu (veii), minna mig á blöndu af eldri útgáfu af Sindra Eldon og Frímanni Gunnarssyni (úr sigtinu) -semsagt brekka full manvits.

... SigmarG nettur, en sennilega bara vegna þess að hann var svalur með Þossa á X-inu einu sinni. líka af því hann hjólar.

... athyglisvert að bera saman bút úr lagi Frankie goes to Hollywood frá 1983, Relax, sem var bannað á BBC um tíma* og bút úr laginu Hit me with your rythm stick e. Ian Dury frá 1979:
Scheme those schemes /// Hit me with your rhythm stick
Got to hit me (hit me) /// Hit me, hit me
Hit me (hit me) /// Hit me with your rhythm stick
Hit me with those laser beams /// Hit me, hit me, hit me

sjáum hversu fljótt tæknin breytist, eina stundina er það stuðpinni og þá næstu leysergeysli. ætli það væri ekki megabiti í dag.


* "Relax, don't do it, when you want to suck it to it, Relax don't do it, when you want to come."

Engin ummæli: