Warhol-it
ef einhver þarna úti þjáist af prófleiða eða öðrum almennum leiðakvillum, þá bendi ég á
(Andy) Warhol-it: thomasonrails.com/warholit/
Hafnar úr gufu hér
heim allir girnumst vér
þig þekkja að sjá;
glepur oss glaumurinn
ginnir oss sollurinn,
hlær að oss heimskinginn :P
Hafnar slóð á
Leiðist oss fjalllaust frón,
fær oss oft heilsutjón
þokuloft léð,
svipljótt land sýnist mér
sífellt að vera hér,
sem neflaus ásýnd er
augnalaus með
Bjarni Thorarensen - Íslands minni (ort á Elers Kollegium, Store Kannikestræde 9)
***
en það er allt gott héðan af flatlendinu.
- ritgerðin mín um Closed-shop agreements og neikvætt félagafrelsi skv. 11. gr. mse er orðin 11.705 stafir - 5 stöfum of stór.
- af 8 borgarstjórnarfulltrúum borgarinnar sem búa í Asturbrú eru 7 konur - ætti ég að vera reiður og heimta fléttulista? VG? meikar það sens? bleh!
- Metro-byggingin þar sem flestir tímarnir fóru fram á önninni er víst byggð á grunni elsta skóla DK, Metropolitan skólans. hún er gömul, en ljót.
- Júrahúsið er líka þokkalega gamalt. lyktin uppúr klósettunum er líka eftir því, þangað hefur margur júradískur þankagangurinn runnið niður. helvítið er opið til 9 á kvöldin, 5 á laugard. og lokað á sunnud.! erðiggi að fokking grínast? ekki vissi ég hvað átt hafði fyrr en ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli