umferðarmenning og mystería
það blæs svolítið mikið þessa dagana -> sérstaklega er mótvindur á leiðinni í Júrahúsið (Júgurberg?) - sem er ágætt fyrir menn eins og mig sem vilja hafa hárið blásið.
ég hef lofað sjálfum mér því að nota helst ekki þetta okur-lestarkerfi nema til að ferðast með gestum og út á flugvöll. menn eru hér að spá í að gefa frítt í almenningssamgöngur á álagstímum, en ég verð líklega á bak og burt þegar það gengur í gegn.
samerðarmenn mínir í Kjöbén, ónefndir, hafa margir orðið fyrir hjólreiðarmenningarslysum - dottið á rassinn, rekist í bíla, flogið yfir bíla, keyrt aftan á bíla, látið stela af sér hnakk.
.. og í dag lenti ég í því!
ónýtu framljós-díóðunni var stolið af stýri hjólsins þar sem það lá í hlýrri hjólageymslu Júrahússins. ég var að vonast til að einhver myndi losa mig við hana - og hló á leiðinni heim við tilhugsunina um vonbrigðin og frústreringuna sem hljóta að hafa hellst yfir mannfýluna sem stal af mér.
***
rit-schnilld
annað markvert er að ég kláraði sæmilega ritgerð áðan í Media Law. gaf henni hið einfalda nafn "Public Interest" um afmarkaðar jákvæðar skyldur ríkisins þegar kemur að 8. gr. mse, með hliðsjón af rétti manna til að láta í ljós og móttaka skoðanir skv. 10. gr. sáttmálans. hún var 11.665 orð án bila, rétt slapp eftir mikinn niðurskurð.
næst? "Closed-shop agreements" í ECHR fyrir næsta þriðjudag - það verður sýnópsa ársins við 54. besta úniversitas heimsins. er kominn með 9.090 stafi og þarf því að skrifa mjööög varlega svo ég fari ekki yfir 11.700 stafa hámarkið og verði rekinn.
***
Mystery!
Árni - sem varð frægur vegna starfa sinna við Sigtið, Börn, Guy X og Voksne Mennesker, Hreinn - sem varð frægur að endemum fyrir Levi's auglýsinguna á Skólavörðustíg og Sigtið og Davíð - sem fékk Edduverðlaun í gær og rataði á söguspjöld fyrir The Last Winter og A Little Trip to Heaven hafa verið að "Biðja vegfarendur að mála ást" út um allan heim - sniðugt framtak.
1 ummæli:
HjólreiðarMENNINGarslys. Tek undir það; hef aldrei verið jafn menningarlegasinnuð og síðustu tvo mánuðina. Halelúja og amen. ils
Skrifa ummæli