Hvað er að gerast:

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

fer að verða orðið gott


þá fer að líða að síðustu almennu prófunum í langan tíma.það er að sjálfsögðu regla í próftíð að kaffidrykkja eykst og klósettferðum fjölgar.(Díza á þó alltaf metið)muna:- hafa trú á sjálfum sér, en varast dramb,
- vera á tánum, en muna að slaka á á milli,

- sofa vel, en sofa ekki yfir sig,

- borða orkuríkan mat, þó ekki þannig að maður verði þreyttur,

- taka pásur, en gleyma sér ekki í þeim,- kynlíf,

- lesa hratt, en þó þannig að eitthvað sitji eftir,

- læra aðalatriðin, en passa að gera þó ekki aðalatriði úr aukaatriðum.
ég er að súrna - það hljóta að vera að koma próf.
- vera súr, en halda geðheilsunni.
(afsakið, þarf að bregða mér á klósettið)


***
enga semíta hér?!?
það eru ekkert alltof strangar reglur í Jurahuset, t.d. eru tölvurnar opnar öllum - þótt reyndar eigi maður að sýna skilríki ef maður er beðinn um það.

í UCLA er líka svona kortasystem, þar var maður, 23 ára Íransk-ættaður 4. árs heimspekistúdent, beðinn að fara af bókasafninu því hann var ekki með kortið á sér, og þegar hann var ekki nógu snöggur að koma sér burt, var hann teisaður með rafmagnssjokktæki 5 sinnum af campus-löggunni. myndbandið er á youtube.
ef ég ætti aukatekin orð þá væru þau: "hrottar, fávitar og wannabe-löggu-fífl!" - ég er ekki frá því að maður myndi vaða í svona glæpamenn ef maður yrði vitni að þessu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikil skemmtun er af síðu þessari Haraldur.

Halli sagði...

whooposii, tad er ta bara ovart.