at du er mere end os?
"*** **** er hómósexúal, hómósexúal ..."
... gott grín sem hefði kannski mátt sleppa á jafn opinberum vettvangi - sjá blogg HR-ings.- mjög fyndið auðvitað að stela fána frá HR (ekki í fyrsta skiptið), en ömurlegt ef hann var skemmdur. það er ekki í anda hinnar norrænu laganemahefðar (hefðin er sú að stela hlutum og skila þeim aftur, helst þó þannig að það kosti eigandann einhverja fyrirhöfn og álitshnekki), aldrei skemmuleggja!
- í annan stað fyndið að segja að einhver sé samkynhneigður (eins og það sé móðgun?), en ekki ráðlegt þegar ættmenni hans (sem hafa þurft að þola grín af svipuðum toga) eru viðstaddir.
- loks er sjálfsagt að hæðast að samkeppnisaðilanum, en lúalegt ef "kennari" tekur þátt í því eins og þarna er sagt. umræddur "kennari" er líka frekar misheppnaður almennt (þótt hann "kenni" ágætlega), þannig að þetta kemur engum sem hann þekkir á óvart. af hverju ætli honum hafi verið boðið á Orator Oratorum annars, munntóbaks/brúnkukremsskortur?
Villi og Bjartmar koma ofangreindu máli (líklegast) ekki við, heldur eru þeir dæmi um almennan hressleika íslenskra laganema.
úr tillinkuðu bloggi (formanns Lögréttu): "Ég leyfi mér að fullyrða að svona andrúmsloft þekkist ekki í Háskólanum í Reykjavík. Við höfum aldrei efast um ágæti eigin lagadeildar ..." - þetta finnst mér magnað!!! að það skuli aldrei vera slíkur hressleiki í HR að hann fari úr böndunum, og að þeir efist aldrei um ágæti deildarinnar! það held ég að sé alls ekki satt - það eru margir skemmtilegir laganemar í HR og margir sem ekki trúa því að allt sem deildin geri sé yndislegt og frábært.
aldrei myndi ég vilja læra/starfa á stað þar sem aldrei er efi um það sem kemur að ofan (a la skólafélagið á Bifröst þegar gjöldin voru hækkuð á nemendur um daginn?).
***
Nyhedsavisen kom í fyrsta skipti í blokkina mína í dag. ég brosti að því að þar var vitnað í "islandske netavisen visir", vegna fréttar um leitarorð í google (sem eflaust er fengin af erlendri fréttaveitu). þessari frétt missti ég hinsvegar af:
Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum
- hahahahoho! mér finnst þetta alveg ótrúlega rosalega æðislega fyndið, en litli Íslendingurinn í mér (ekki sá stóri sem ætlar að taka yfir heiminn) heldur með Vilhjálmi í þessu dómsmáli.
asskoti gott ef þetta telst lögbrot, eftir að ljóta múhammeðsteikningin (þar sem Mummi var með sprengju í túrbaninum) taldist ekki refsiverð móðgun við Íslamstrú hér í Baunó.
í sömu andrá og mér var bent á þessa frétt, benti Heiðar mér á útskýringu á þessu viðhorfi sumra dana: Janteloven:
Du skal ikke tro, du er noget.
Du skal ikke tro, at du er lige så meget som os.
Du skal ikke tro, at du er klogere end os.
Du skal ikke bilde dig ind, at du er bedre end os.
Du skal ikke tro, at du ved mere end os.
Du skal ikke tro, at du er mere end os.
Du skal ikke tro, at du duer til noget.
Du skal ikke le ad os.
Du skal ikke tro, at nogen bryder sig om dig.
Du skal ikke tro, at du kan lære os noget.
útskýrir etv biturð sumra út í allt sem skarar of mikið frammúr (bæði margra dana og margra íslendinga). þessum lögum er beitt jafnmikið innbyrðis eins og gegn öðrum finnst mér, þannig að hér er ekki um neitt sérstakt íslendingahatur að ræða. allir þeir (fáu :P ) danir sem hafa haft fjárfestingaræði íslendinga á orði við mig hafa verið nokkuð sáttir við það (lesist: sléttsama).
mér heyrðist það á honum Heiðari að vænta væri úttektar á Extra-Bladet málinu með vísan til Janteloven á blogginu hans, kommunan.is/heidar (góð umfjöllun um sjúkrahús og háskóla þar núna, mæli með!).