Hvað er að gerast:

miðvikudagur, september 06, 2006

vegabursti, tannbréf ...


eftir 12 tíma verði ég í 35 þúsund feta hæð, vélin fer kl. 13.15. ætla að leggja mig aðeins, en notaði þó tækifærið og reyndi að kjósa strákinn okkar.

síðustu 2 daga hef ég þurft að kveðja alla upp á nýtt, pakka aftur saman í vinnunni, setja fötin mín aftur ofan í töskuna, þið þekkið þetta. prófin hjá mér eru búin ca. 8. des., þannig að kannski kíki ég heim ef flugfélögin okra ekki of mikið á jólaferðunum.

sendi bóksölu stúdenta kúdos, bókin J&W The ECHR kostaði bara ágætlega mikið minna hjá þeim heldur en hjá bóksölu stúdenta í DK. sko Ísland!


á morgun, eftir að hafa tryggt nýja uppáhaldssyni Íslands sess í úrslitaþætti amerísks óveruleikaþáttar, ætla ég að horfa á Ísland valta yfir danska landsliðið! fullur væntinga!
(Stebbi fór út fyrr í dag, ég og hann ætlum að vera með bullustæla og mála köben í íslensku fánalitunum. Lilja, þú getur alveg sett þetta IKEA rúm sjálf saman.)


takk fyrir mig í bili! bæbæ

Engin ummæli: