Hvað er að gerast:

miðvikudagur, september 13, 2006

myndir, íslenskir hestar, sól

ég ætla ekki að segja söguna af því hvernig flottu myndavélinni minni var stolið úr slóvakískum bíl í Tékklandi í júní.

Lilja á myndavél og ég fæ hana kannski lánaða, ef einhver hefur áhuga.

á meðan:

"Hvar er Valli" bækur hafa sumsstaðar verið bannaðar vegna mynda á borð við þessa hérna. sjáiði klámið? (strákurinn með ísinn)







talandi um teprur, þessi mynd er svolítið lýsandi...






*****************

tvennt áhugavert í 24timer í dag:

1. blaðamaður frá fríblaðinu fór öndercover og hafði sambandi við 'Peter', sem leigir út íslensku hestana 'Max' og 'Mille', til fólks með annarlegar þarfir. "I hverdagen er han familiefar, om natten lejer han heste ud til sex" .. kynlíf við dýr er að þeirra sögn ekki ólöglegt hér, en hefur undanfarið verið bannað í löndunum í kringum dk.

kemur þar fram að hinn þriggja ára foli Max hafi þegar verið seldur til 26 kúnna, þetta hálfa ár sem Peter hefur verið í business.

ekki kom fram hversu vinsæl hryssan
Mille væri.

ætli landbúnaðarráðherra hafi vitað af þessum skuggaheimum, þegar hann sagði fyrir hálfu ári síðan um tollasamning milli Íslands og ESB: "Þessi samningur hefur gríðarlega þýðingu, ekki síst fyrir íslenska hestinn, ... Nú eru þessir erfiðu tollar sem hafa hindrað töluvert viðskiptin [með hesta] og gert þau dýrari að fara, þannig að það liðkar mjög fyrir og auðveldar viðskipti, ..." (mbl)? maður spyr sig!

2. spáð er 22 stiga hita amk fram til mánudags. 25° í dag voru líka full mikið af hinu góða. frábært að sumarið sé hérna, stuttbuxur og hjólamenning.

Engin ummæli: