Hvað er að gerast:

mánudagur, september 25, 2006

aahhh, hausinn


radikale venstre (vinstri grænir?), sem hafa rúm 9% þingsæta á Fólksþinginu voru að leggja það til að tekin verði upp skylda til að vera með hjálm. vilja þeir að byrjað verði á 0-15 ára hjólreiðamönnum, og svo séð til.
ég er svosem jafn hrifinn af forsjárhyggju og næsti maður, en gangi þetta í gegn hjá R þá er ég þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að gilda um fólk eldra en 12 ára. ef maður er að hjóla mjög hratt þá auðvitað fær maður sér hjálm, en við sem dúllumst bara áfram á hjólreiðastígunum erum ekki á slíkri ferð að þetta geri nokkuð gagn - jafnvel þótt við lendum á bíl (eins og einn ónefndur skiptinemi í lagadeildinni komst að raun um)

reyndar las ég um daginn að ef maður keyrir á götunni með hjálm, keyri bílar 8,5 cm nær manni heldur en ef maður er hjálmlaus. líklega eitthvað í undirmeðvitundinni hjá ökumönnum - á sama hátt og maður keyrir varlegar þegar maður keyrir framhjá barni eða gamalmenni á hjóli heldur en ef um frískan ungan mann er að ræða.










náði í dag í sjónvarpskortið - gat leyst það út á pósthúsinu þótt á miðanum sem ég fékk heim stæði H. Steinersson. sá á pakkanum að tölvan sem prentaði miðann hafði ekki skilið skrítnu stafina 'þó' og nafnið á pakkanum var þessvegna 'Haraldur Stein rsson'. nokkuð rökrétt hjá þeim sem skrifaði miðann heim til mín að þarna vantaði 'e' á milli.
lofaði nú ekki góðu þegar ég byrjaði að horfa á TVið áðan, að é gat valið milli BeverlyHills, tónlistarmyndbanda og umræðuþáttar um ástandið í miðausturlöndum. en nú var friends að byrja, vúhú!

er búinn að horfa á hinar tvær dönsku myndirnar sem ég keypti nýverið, ad klappe med een hand (sem ég hélt semsagt að væri sænsk út af þessu 'een') og lad de små börn.
:: sú fyrri er einkar skemmtileg og fyndin, og ég komst líka að því að ég get klappað með einni! mjög gott þegar maður er með drykk í annarri og þarf að klappa fyrir e-u.
:: sú seinni var obboslega átakanleg öll, mikið grátið og mikil geðveila! slatti af eldra fólki að stunda kynlíf, ekta danskt - reyndar bara mjög ósmekkleg kynlífssena í lokin, þar sem fólkið grét á meðan .. segi ekki meira .. bæði í þeirri mynd og fyrstu myndinni sem ég horfði á, Rembrandt, lék hinn frægi Sören Pilmark - greinilega Ingvar E. Sigurðsson þeirra (okkar?) dana.


en jæja, Dharma og Greg er að byrja, best að fara að glápa! pa

Engin ummæli: