4 góðir dagar í DK
þetta er búið að vera mjög fínt. íbúðin ágæt, sólin búin að vera á lofti. töpuðum reyndar fótboltaleiknum á móti Danmark, en það getur ekki allt leikið við mann.
fyrsti tíminn í lagadeild KU var á fimmtudaginn hjá mér, Negotiation and Dispute Resolution - Konni Zimsen benti mér á að það gæti verið sniðugt fag. mætti klukkutíma of seint því ég týndist í miðbæ Köben - gatan sem ég þurfti að finna heitir Fiolstræde, og skv. kortinu liggur hún útfrá Strikinu - hún heitir bara ekki Fiolstræde þegar maður labbar framhjá henni.
á föst. var svo ECHR og Media Law, alltsaman alveg ágætt. svolítið mikið af frökkum reyndar (fólkinu, ekki fötunum), en maður reynir bara að forðast þá.
stóru fréttirnar eru hinsvegar að við Lilja keyptum frúarhjól áðan! svaka fínt notað, keypt af indælum aröbskum hjólaviðgerðarmanni á Nörrebrogade.
ég er einmitt búinn að vera að bölva Danmörku fyrir hvað hjól eru ótrúlega dýr, svona miðað við Ísland. ódýrt nýtt hjól kostar 1600 danskar, ódýrasta sem við sáum auglýst var á 1000.
ekki nóg með það, heldur er líka bjánalega dýrt í lestirnar. líklega er ég of vanur almennisamgöngum í Tékklandi :P
prufaði að hjóla heim áðan frá Nyhavn, ótrúlega stutt bara og skemmtileg leið. þetta á eftir að vera yndislegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli