Hvað er að gerast:

þriðjudagur, september 19, 2006

kynlífstúristar til Íslands?

meira um íslenska hesta.
"Og svo verð ég líka að prófa ekta íslenskan smáhest" segir starfsmaður danskrar ferðaskrifstofu í Urban í dag, að sögn mbl.is. fannst þetta skjóta svolíitð skökku við með hliðsjón af umræðu sem ég skrifaði um fyrir viku síðan.
er Ísland að verða Bankok norðursins fyrir dýraníðinga?

fasteignarverð
annars er forsíðufrétt 24timer í dag að verð á fasteignum fari snarlækkandi hér. af 900 íbúðum sem auglýstar voru til sölu í BT í byrjun júlí, séu nú 229 enn á skrá, á mun lægra verði. ónefndur vinur minn vildi nú meina að lækkun fasteignaverðs á Íslandi væri bönkunum að kenna. ætli KB sé líka að verki hér í DK?
í tengdum fréttum verður íbúðin sem ég bý í sett á sölu um áramót. afhendingartími þegar við flytjum út í júní ca. get alveg mælt með henni, svo lengi sem fólki er ekki illa við kóngulær. maður þarf að passa sig þegar maður fer út að standa ekki kyrr of lengi, því þá verður maður notaður sem hluti af þeirra illa vef!

lukkeloven
Netto, sem er Bónus/Krónan hér (frekar mikið drasl samt), er lukkulega að prufa sig áfram með að brjóta lukkeloven, en samkvæmt þeim mega búðir ekki hafa opið fra lørdag kl. 17.00 til mandag kl. 6.00, fyrir utan fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. fyrir þetta þurftu þeir að greiða 200 þús. dkr. sekt um daginn.
gott hjá Netto!

belgía
hljómar yndislega frá sjónarhóli búrókrata, en hún Vala Dwergzky var að flytja þangað nýverið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta að verða þráhyggja hjá þér Haraldur?

Halli sagði...

nú þegar ég veit af þessum iðnaði, sé ég anga hans hvert sem ég lít ;)

Nafnlaus sagði...

Kannski ertu bara svona móttækilegur fyrir dönskum hugsunarhætti.

Þeim tekst meira að segja að koma einhverjum dýraperraskap inn í kennslubækur í lögfræði.

"Information dealing with the relationship between an animal and a person will be protected since e.g. the information that a person is a sodomite will be seen as even extremely private."

(Protection of informational privacy e. P. Blume)

Halli sagði...

það er aðeins meiri perri í dönum heldur en í meðalmanninum

var einmitt að lesa Handyside málið, sem fór fyrir alllöngu síðan fyrir echr. um var að ræða danska bók fyrir ungt fólk, sem þýdd var yfir á ensku og gefin út í UK.

the little red schoolbook.

echr gúdderaði það alveg að breska ríkið hafi gert öll eintök bókarinnar upptæk og eyðilagt þau, enda innihélt bókin:
entences or paragraphs that young people at a critical stage of their development could have interpreted as an encouragement to indulge in precocious activities harmful for them or even to commit certain criminal offences.

http://www.menneskeret.dk/menneskeretieuropa/konventionen/baggrund/domme/ref00000084/