dönsk menning keypti í gær þrjár dvd myndir, svona pakkatilboð. valdi myndir með fullt af stjörnum og góðum dómum á hulstrinu, ætlaði aldeilis að velja rjómann af danskri kvikmyndagerð, en leyfði þó einni sænskri mynd að fljóta með. horfði á fyrstu myndina, Rembrandt, í gær og hún var alltílagi. margar skemmtilegar senur, en endirinn var frekar asnalegur, þetta "nauts" atriði í lokin sem var einkar ótrúverðugt.
keypti mér líka utanáliggjandi sjónvarpskort, til þess að geta horft á sjónvarp í tölvunni. sendingin var eldsnögg að
koma á pósthúsið, en hún var
alveg slatta dýrari en ella þar sem ég var ekki með Dankort eða danskt kreditkort... tss tss.
klikkaður pólverjií dag eftir pólskutíma var komið að fyrsta "kommunikative övelse med KS". Díses kræst maður. inn óð þessi snarbilaði Krzystof, sem byrjaði að teikna fjölskyldutréð sitt á töfluna, og hallaði sér síðan upp að hverjum og einum (við vorum 5 í tímanum) og spurði á pólsku, hvað heitir bróðir minn, hver er Pawel, hvað á ég mörg börn... flest okkar voru auðvitað eins og bavíanar og gátum varla skilið hvað hann sagði, hvað þá svarað honum.
þetta er annars fólkið sem er í polsk propædeutik:
* kall sem mætir sjaldan en mér skilst að hann kenni dönsku í póllandi.
* þrjár stelpur sem eiga danska kærasta/eiginmenn (þar af er ein sænsk).
* strákur sem á pólska móður og mætir bara til að læra þetta litla sem honum vantar af málfræði og hljóðfræði.
* ein stelpa sem ég held að eigi danska mömmu eða ömmu.
* svo ég. reyndar líka ein stelpa sem ég held að hafi gefist upp.
eftir tímann settist Krzystof niður og byrjaði að tala svolítið harða dönsku. eftir nokkrar mínútur fór ég að velta fyrir mér af hverju ég skildi hann svona vel - "jú, han pravlar svenskä!" fattaði ég svo. hann kennir krökkunum víst polsk historia, og ein stelpan sagði mér að fyrst þegar hann hefði byrjað hefði verið mjög erfitt að skilja sænskuna sem hann talaði með miklum pólskum hreim. ég skildi alveg hvað hún var að fara, því ég skil enn ekki 20% af því sem þau segja, þótt ég skilji kennarann Anitu nánast algjörlega.
stuttur myndskreyttur bæklingurég er að strögglast í gegnum bæklinginn "a brief illustrated guide to understanding islam", sem ég fékk í moskunni í Brno í júní. er einkum reynt að færa rök fyrir því að Allah sé hinn eini sanni guð og Qur'aninn séu orð hans. hver kafli endar með nokkrum spurningum, og er þeim svo svarað með setningunni "the only possible answer is that this Qur'an must be the literal word of God, reviealed by Him".
ég er bara alls ekkert sammála því. þótt í Kóraninum hafi verið lýsingar á hlutum sem menn vissu ekki á þeim tíma, eru böns af merkilegum vísindastaðreyndum sem er að finna í bókinni góðu ekki að fara að snúa mér að Íslamstrú, a.m.k. ekki ef maður þarf að gleypa við öllu ruglinu sem er að finna í bókinni. ég vil reyndar meina að ég snúi jafnt að mjög mörgum trúarbrögðum, ásadýrkun, kristni, íslam og búddadótinu þarna. allt voða skemmtilegt bara - jákvæður boðskapur yfirleitt, til þess fallinn að kenna fólki að vera betri manneskjur.
talsverðu púðri er í bæklingnum eytt í að segja að Múhammeð hafi verið ólæs og óskrifandi, og því ekki séns að hann hafi vitað það sem í bókinni er skrifað. sem meikar líka alveg sens, því kóraninn samanstendur af hlutum sem M
sagði, gerði eða samþykkti. það getur því hver sem er hafa samið þetta. mér líður svolítið eins og ég sé að lesa vott jehóva bækling .. því miður - en kannski er það líka þannig með trúarleg rit almennt.
eitt sem ég er ekki alveg að meika, er að ein af "vísindalegu" rökunum fyrir því að Kóraninn sé svona frábær, er áskorun sem er að finna í 2:23-25, þar sem skorað er á hvern sem er að skrifa einn kafla á borð við kaflana í kóraninum. segir í bæklingnum að enn þann dag í dag hafi mönnum ekki tekist að standast þessa áskorun, og er vísað í einhvern fræðimann í neðanmálsgrein þessu til staðfestingar. á þetta skv. bæklingnum að vera einkar merkilegt, með tilliti til þess að stysti kaflinn er einungis 10 arabísk orð.
þessi kafli er
nr. 108, og ég verð að segja eins og er að mér finnst hann bara ekkert spes. bara vegna þess að einhver heldur því fram að aldrei hafi verið skrifað neitt sem kemst nálægt einum einasta kafla kóransins, ekki einu sinni þeim minnsta, þá hljóti kóraninn að vera ýkt hress og frábær? það er heldur ekkert voðalega hughreystandi sem stendur á eftir umræddri áskorun, sem felst s.s. í því að skrifa kafla og kalla til vitni til að sannreyna að það sem þú skrifaðir væri gott stöff:
And if you do it, and you can never do it, then ferar the Fire (Hell) whose fuel is men and stones. It has been prepared for disbelievers. einmitt. bæklingurinn er
hér.
kennitala o.fl.fékk kennitölu í dag, tók bara viku lengur að afgreiða mig heldur en Lilju. fékk líka bréf frá e-u ráðuneyti um daginn, þar sem ég var beðinn um að fara á e-a heimasíðu og tilgreina þar bankareikning, upp á mögulegar greiðslur frá danska ríkinu í framtíðinni. yndislegt að búa í svona þjóðfélagi.