Hvað er að gerast:

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

vanda sig sumarstarfsmenn

krakkarnir sem vinna við að þýða erlendar fréttir hjá mbl.is eru æði misjafnir. í þessari frétt er stúlka nokkur nefnd Natasha Kampusch, enda þótt klárlega heiti hún Natascha. í fréttinni á mbl er hún sögð hafa verið hýst í bílskúr manns. það er hugsanlega rétt, enda segir það líka í frétt bbc af málinu. í reuters myndbroti sem fylgir fréttinni á mbl segir hins vegar að hún hafi verið læst í kjallara í húsi mannsins. hvurslags eiginlega? Árni? Anna Pála? Þórir? vona að þetta séu ekki laganemar sem birta svona vitleysu.

svo gleyma þeir jafnvel að þýða útlenska textann sem þeir kaupa af reuters, sbr. myndina hér að neðan. Takið sérstaklega eftir textanum "...sem fluttust til Dóminíska lýðveldinu...", kommon!

.. svekkjandi að þetta sé leiðandi íslenski netfréttamiðillinn, ásamt vinstrimönnunum á orðinu.


.

mynd: myndskot af mbl, þar sem gleymdist að íslenska frétt um japanska forsætisráðherrann.

Engin ummæli: