Hvað er að gerast:

mánudagur, ágúst 21, 2006

getraun; baunaland, pólland, holland o.fl


róstur: sbr. róstursamt. verð að nota það orð meira. "það voru mikil róstur á menningarnótt" (líka hægt að segja þetta í færeyjum).

unnarjór: veit einhver hvað þetta þýðir? vísbendingu er að finna í síðustu færslu.

~~~landflótti~~~
á meðan ég var í tékklandi kom upp stóra teiknimyndamálið, og olli miklum viðbrögðum um allan heim. herbergisfélaginn tók til sinna ráða og ákvað að sniðganga danskar vörur. ég sagði honum hversu heimskuleg hugmynd það væri að refsa dönskum fyrirtækjum fyrir móðganir sem birtar eru í óháðu dagblaði. þegar það virkaði ekki fór ég á stúfana og fann síðuna kaupum danskt, sem ætlað er að skapa mótvægi við aðgerðir "hófsamra" múslima.

þessar mótvægisaðgerðir mínar gengu svo langt, að ég afréð að styrkja þessa frændur okkar, sem mér hefur aldrei verið alltof vel við, með því að flytja bara þangað. mun ég búa þar í eitt ár og leggja mitt af mörkum til þess að styrkja danskt hagkerfi (mun líklega borða mikið af keböbum matreiddum af dönskum islamstrúarmönnum).

verð kominn til köben um kvöldmatarleytið 6. sept. konan á alþjóðaskrifstofunni í ku var svo vinaleg að skrá mig í kúrsana:
- European Court of Human Rights
- Media Law
- Negotiation and Dispute Resolution
... en 2 kúrsanna sem ég skráði mig upphaflega í voru felldir niður. fögin eru kennd á fimmt. og föst., þannig að ég skráði mig bara í polsk sprog og samfund, í húmanísku fakúltíunni, til þess að hressa aðeins uppá pólskuna.

þótt enn séu allnokkrir dagar í að ég haldi á brott, er ég strax byrjaður að plana flótta minn frá landi bauna. í október eru planaðar
1. ein námsferð til Pollands og Tékklands(Tjekiet på dansk), að heimsækja Öniu og krakkana í Brno.
2. og útsýnis- og menningarreisa til Hóllands og Belgíu, á slóðir Önnu og Völu.

ahh .. hlakka til ..

mynd: coxandforkum.com

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Unnarjór: ég segi að þetta þýði skip eða bátur.
Unnur = alda, bára.
Jór = hestur.
Unnarjór = hestur öldunnar = bátur/skip.
(Hmmm gæti líka verið bara sæhestur... ohwell...)
- Leitaði þó ekki að hinti í síðustu færslu, læt bara vaða! ;)

Talandi um teiknimyndafjaðrafokið, ég var náttúrulega stödd á danskri grundu þegar allt varð vitlaust (var á tímabili smeyk við að hjóla framhjá Nörreport þar sem ég var viss um að þeir myndu sprengja pleisið í loft upp!) og fékk einmitt anti-danskra-vara-sniðgöngu-sms frá einhverjum bjánalingi úti í bæ, sem var eitthvað á þessa leið:

"Múslimar sniðganga danskar vörur. Bráðum þarf Andrés önd að ganga í buxum og Andrésína að setja á sig slör. Sniðgöngum þjónustu múslima í Danmörku: ekki versla við næsta grænmetissala, ekki kaupa kebab, ekki fara upp í taxa sem múslimi keyrir."

Ég svaraði þessum "félaga" mínum á þessa leið:

"Upp hefur komið hönnunargalli hjá Durex. Í ljós hefur komið að þú áttir ekki að fæðast. Vinsamlegast snúðu þér til næsta spítala til tafarlausrar svæfingar."

Já, heimskulegheitin geta tekið á sig margar myndir!

Ellers glæder jeg mig bare til at se dig her i Danmark!

Halli sagði...

dingdingding, hárrétt ;)


ég frétti af þessum sms-sendingum í dk. maður áttar sig ekki á því hvort er heimskulegra ... fólk að hefna sín á fólki sem býr í sama landi og nokkrir teiknarar, eða fólk að hefna sín á fólki sem er sama uppruna / sömu trúar og nokkrir oftækismenn.

... fannst samt best þegar svissneski fáninn var brenndur í sjónvarpinu ...

Nafnlaus sagði...

heimska á heimsku ofan!