Hvað er að gerast:

laugardagur, ágúst 26, 2006

Valborg o.fl.



Rokkland
er kúl. Óli Palli gaf mér 2x2 bíómiða, lady in the water handklæði og báðar plötur vikunnar, Razorlight og Bogomil+Flís, sem eiga snilldarsmellinn eat your car, smekkleysu dl.
mjög kúl! hálfskammaðist mín þegar ég sagði honum að svarið við spurningunni sem hann spurði mig, um aldur Gene Simmons, hefði ég fundið á netinu.


hugleiðsla
myndi vilja biðja umheiminn um að hugleiða tvennt:

1. maður skírir ekki dýr, bíla og hús. maður nefnir þessa hluti - sbr. ef maður hittir óskírðan mann þá klórar maður honum undir hökuna með vísifingri hægri handar og segir "æ litla greyið, nefndur eins og hundur?"
- prestar skíra, við hin getum nefnum og skýrum, en skírum ekki.

2. stefnuljós, sbr. "átak" lögreglunnar. ef þú eða einhver sem þú þekkir lendir í því að taka beygju án þess að gefa bílum í kringum þig merki um stefnubreytinguna, og einhver flautar á þig ... þá er það ég, því ég verð mjög pirraður og á því augnabliki sem ég flauta þá þoli ég þig ekki.
heimurinn er ekki mjög stór og því ætti ekki að vera mikið mál að miðla þessu til hans alls.



Valborg
ps.
er ég sá eini sem, ósjálfrátt, þegar ég sé hippalega manneskju, t.d. manneskju með dredda að gera ekki neitt, hugsa með mér: "drullaðu þér aftur upp á hálendi að mótmæla og vertu þar ónytjungurinn þinn"?
það er eitthvað við þá mótmælendur, skeytingarleysi gagnvart skoðunum annarra og virðingarleysi fyrir hinum þögla meirihluta (sem ég er partur af), sem hefur fengið mig til að leggja fæð á þetta kaffihúsapakk í Reykjavík eins og einhver myndi segja.
fær mig til að vilja blasta PScream laginu Kill all hippes (youtube vidjo) niðrá austurvelli þar sem sumt af þessu liði heldur til núna.

fann hringitóninn Valborg on my mind áðan á vodafone.is.

af Valborgu er fátt að frétta, amk á netinu. síðan hennar groblav.blogspot (en groblav reyndist við frekari athugun vera nafnið hennar stafað afturábak), lognaðist út af einhverra hluta vegna. sömu sögu er að segja með heimasíðu nýfæddrar dóttur hennar Þórdísar.


við erum því að tala um ættgengan bloggleiða, stórmerkilegt í sjálfu sér.

Engin ummæli: