Hvað er að gerast:

mánudagur, ágúst 28, 2006

og bráðum bestur í Danmörku

mér hlýnaði aðeins um hjartarætur þegar ég sá fyrirsögnina

Haraldur bestur í Tékklandi

í mogganum í dag.

efnismálið var þó ekki jafn skemmtilegt, þar var ég rangnefndur Björnsson og bullað eitthvað um knattspyrnumót sem ég á að hafa tekið þátt í. bíð eftir því að Mblaðsmenn birti leiðréttingu í blaðinu og segi rétt frá ævintýrum mínum í Tékkó!


fréttaflutningur fjölmiðla af mínum málum finnst mér reyndar oft frekar leiðinlegur, með fréttum á borð við:

Halli eykst á vöruskiptum við útlönd ogHalli á rekstri sýslumannsembættis á Keflavíkurflugvelli.


og hverskonar endemis vitleysa er þessi frétt: Hallanemar á toghlera gefa góða raun?


myndaleit á google gefur manni að vísu mikið af fallegu kvenfólki sem ber sama nafn, en ekki er allt jafn gott þar:







og svo er hérna svolítið skemmtilegt vídeo.

1 ummæli:

maggamega sagði...

Ég er ennþá að hlæja ;)